Leit stendur yfir í vesturhluta Þýskalands eftir að þrjú lík fundust í íbúðarhúsi í bænum Weitefeld í nótt.
BBC greinir frá.
Lögregla hefur hvatt nágranna að halda sig heima og varað fólk við því að taka upp puttalinga.
Mikið viðbragð lögreglu er í bænum þar sem um 2.200 manns búa.
Nánari upplýsingar um hina látnu liggja ekki fyrir.
Uppfært 11:50:
Hinn grunaði flúði af vettvangi að sögn lögreglu. Líkin fundust á heimili fjölskyldu og eru fórnarlömbin tvær konur og einn karlmaður.