Leita að manni eftir að þrjú lík fundust

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Leit stend­ur yfir í vest­ur­hluta Þýska­lands eft­ir að þrjú lík fund­ust í íbúðar­húsi í bæn­um Weite­feld í nótt. 

BBC grein­ir frá. 

Lög­regla hef­ur hvatt ná­granna að halda sig heima og varað fólk við því að taka upp puttal­inga. 

Mikið viðbragð lög­reglu er í bæn­um þar sem um 2.200 manns búa. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um hina látnu liggja ekki fyr­ir. 

Upp­fært 11:50:

Hinn grunaði flúði af vett­vangi að sögn lög­reglu. Lík­in fund­ust á heim­ili fjöl­skyldu og eru fórn­ar­lömb­in tvær kon­ur og einn karl­maður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert