Loka landamærastöðvum vegna gin- og klaufaveiki

Klaufirnar eru orðnar fínar.
Klaufirnar eru orðnar fínar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aust­ur­rík­is­menn hafa ákveðið að loka 24 landa­mæra­stöðvum til Ung­verja­lands og Slóvakíu eft­ir að far­ald­ur gin- og klaufa­veiki hef­ur gert vart við sig í lönd­un­um.

Lýst var yfir neyðarástandi i Slóvakíu eft­ir að vart varð við sjúk­dóm­inn á þrem­ur býl­um. Sjúk­dóm­ur­inn kom hins veg­ar upp í Ung­verjalandi þar sem far­ald­ur­inn er skæður. Ákváðu yf­ir­völd að kalla her­menn að landa­mær­un­um til þess að sjá til þess að sótt­vörn­um yrði sinnt af kost­gæfni.

Mann­fólki staf­ar ekki hætta af sjúk­dómn­um en hann smit­ast auðveld­lega á milli bú­fénaðar. Yf­ir­völd í Aust­ur­ríki hafa aukið mannafla í lög­regluliði sínu við landa­mær­in sem alla jafna eru opin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert