Málari verksins segir Trump hafa skaðað ferilinn

Málverkið var fjarlægt og sett í geymslu.
Málverkið var fjarlægt og sett í geymslu. AFP/Jason Connolly

Lista­kon­an sem málaði mál­verk af Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, sem hann sagði vera „skrum­skæl­ingu“, sagði um­mæli for­set­ans hafa skaðað fer­il henn­ar. 

Mál­verkið var til sýn­is í rík­isþing­húsi Col­orado áður en verkið var fjar­lægt í mars í kjöl­far kvart­ana Trumps. 

„Eng­um lík­ar við slæma mynd af sér, en sú sem er í Col­orado af mér, í rík­isþing­hús­inu, sett upp af rík­is­stjór­an­um, ásamt öll­um öðrum for­set­um, er skrum­skæl­ing,“ sagði Trump í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social. 

„Listamaður­inn gerði einnig mál­verk af for­seta Obama, og hann lít­ur frá­bær­lega út, en mynd­in af mér er sann­ar­lega sú versta.“

Trump sagði að lista­kon­an, Sarah Bo­ar­dm­an, „hlyti að hafa misst hæfi­leik­ann eft­ir því sem hún elt­ist“.

Mál­verkið var því tekið niður eft­ir að hafa verið til sýn­is í þing­hús­inu frá ár­inu 2019 og sett í geymslu.

Ekki skop­mynd

Í yf­ir­lýs­ingu á vefsíðu sinni sagðist Bo­ar­dm­an hafa vandað til verka og ekki gert skrum­skæl­ingu af for­set­an­um. Þá sagðist hún ekki hafa málað verkið eft­ir póli­tískri hlut­drægni og hvorki gefið í skyn eða gert skop­mynd af Trump.

„Trump for­seta er frjálst að gera at­huga­semd­ir, eins og okk­ur öll­um, en ásak­an­ir um að ég hafi vís­vit­andi „af­skræmt“ verkið, og að ég hafi misst hæfi­leik­ann eft­ir því sem ég elt­ist eru nú að hafa bein nei­kvæð áhrif á fer­il minn sem spann­ar yfir 41 ár.“

Fékk lof 

Bo­ar­dm­an bætti við að verkið hefði verið til sýn­is í þing­hús­inu í sex ár og að hún hefði „fengið yf­ir­gnæf­andi já­kvæða dóma“.

Eft­ir um­mæli Trumps hafi það hins veg­ar breyst til hins verra.

Auk þess að hafa málað verk af Trump og Obama þá málaði Bo­ar­dm­an verk af Geor­ge W. Bush.

Auk þess að hafa málað verk af Trump og Obama, …
Auk þess að hafa málað verk af Trump og Obama, þá málaði Bo­ar­dm­an verk af Geor­ge W. Bush. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert