Mikið mannfall í loftárásum Ísraela

Faðir kemur með stúlku sem féll í árásunum á sjúkrahús …
Faðir kemur með stúlku sem féll í árásunum á sjúkrahús í dag. AFP

Yf­ir­völd á Gasa segja minnst 44 látna á Gasa­svæðinu eft­ir um­fangs­mikl­ar loft­árás­ir Ísra­ela í dag. Þá eru tug­ir sagðir særðir.

Mikið mann­fall hef­ur verið frá því vopna­hlé Ísra­ela og Ham­as-liða lauk fyr­ir um mánuði síðan. Ísra­el­ar segja til­gang árás­anna vera þann að þrýsta á Ham­as að láta af hönd­um gísla sem tekn­ir voru 7. októ­ber 2023. 

Flest­ir hinna látnu í árás­un­um í dag koma frá borg­inni Khan Yun­is í suður­hluta Gasa­strand­ar­inn­ar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert