Yfirvöld á Gasa segja minnst 44 látna á Gasasvæðinu eftir umfangsmiklar loftárásir Ísraela í dag. Þá eru tugir sagðir særðir.
Mikið mannfall hefur verið frá því vopnahlé Ísraela og Hamas-liða lauk fyrir um mánuði síðan. Ísraelar segja tilgang árásanna vera þann að þrýsta á Hamas að láta af höndum gísla sem teknir voru 7. október 2023.
Flestir hinna látnu í árásunum í dag koma frá borginni Khan Yunis í suðurhluta Gasastrandarinnar.