„Óásættanleg“ meðferð á breskum þingmönnum í Ísrael

David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands.
David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Dav­id Lammy, ut­an­rík­is­ráðaherra Breta, sagði það „óá­sætt­an­legt“ að Ísra­el hefði lagt hald á tvo breska þing­menn og meinað þeim inn­göngu inn í landið.

Yuan Yang og Abti­sam Mohamed eru þing­menn Verka­manna­flokks­ins og voru á leið í ferð um Vest­ur­bakk­ann. Þær flugu frá Lund­ún­um til Ísra­el, ásamt tveim­ur aðstoðarmönn­um.

Þar var hóp­ur­inn yf­ir­heyrður og sakaður um að ætla að afla upp­lýs­inga um ör­ygg­is­sveit­ir Ísra­els. Þeim var því meinaður aðgang­ur inn í landið og vísað til baka. 

„Það er óá­sætt­an­legt og mikið áhyggju­efni að tveir bresk­ir þing­menn í sendi­nefnd þings­ins til Ísra­el hafi verið hand­tekn­ir og meinað inn­göngu af ísra­elsk­um yf­ir­völd­um,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Lammy. 

Þá sagði að ut­an­rík­is­ráðherr­ann hefði komið þeim skila­boðum til ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els að „þetta sé ekki ásætt­an­leg fram­koma við breska þing­menn“. Þá hef­ur Wang og Mohamed verið boðinn stuðning­ur. 

„Áhersl­ur bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru að koma á vopna­hléi og friðarviðræðum til þess að stöðva blóðsút­hell­ing­arn­ar, frelsa gísla og enda stríðið á Gasa.“

Kon­urn­ar „rang­lega ásakað Ísra­ela

Í yf­ir­lýs­ingu ísra­elska sendi­ráðsins í Lund­ún­um sagði að ríkið myndi ekki hleypa ein­stak­ling­um inn í landið sem beittu sér gegn ísra­elska rík­inu og borg­ur­um þess. 

Þá sagði að þing­kon­urn­ar hefðu „rang­lega ásakað Ísra­ela“ og „tekið virk­an þátt í að stuðla að refsiaðgerðum gegn ísra­elsk­um ráðherr­um“.

Í yf­ir­lýs­ing­unni sagði að Wang og Mohamed hefðu stutt her­ferðir um að sniðganga Ísra­el á tím­um þar sem „Ísra­el er í stríði og þarf að þola árás­ir á sjö víg­stöðum“.

Sendi­ráðið sagði að hópn­um hefði verið boðin hót­elg­ist­ing, sem hann afþakkaði, og greitt fyr­ir flugið aft­ur til Bret­lands. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert