Rotta slær heimsmet í að þefa uppi jarðsprengjur

00:00
00:00

Jarðsprengju­leit­arrotta í Kambódíu hef­ur sett nýtt heims­met með því að þefa uppi fleiri en 100 jarðsprengj­ur og aðrar ósprungn­ar sprengj­ur.

Ronin er gamb­ísk pokarotta (l. Cricet­omys gamb­i­an­us) og hef­ur fundið 109 jarðsprengj­ur og 15 aðrar sprengj­ur síðan hún var send til norður­hluta Preah Vi­hear-héraðs í Kambódíu í ág­úst 2021, að sögn belg­ísku góðgerðarsam­tak­anna APOPO.

Tug­ir þúsunda Kambódíu­manna hafa lát­ist af völd­um jarðsprengja und­an­farna ára­tugi eft­ir borg­ara­stríð í land­inu á átt­unda og ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. 

Þjálfaðar rott­ur frá Afr­íku eru notaðar til að þefa eft­ir sprengj­um á landi sem fólk hef­ur ekki þorað að nálg­ast eða að rækta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert