Jarðsprengjuleitarrotta í Kambódíu hefur sett nýtt heimsmet með því að þefa uppi fleiri en 100 jarðsprengjur og aðrar ósprungnar sprengjur.
Ronin er gambísk pokarotta (l. Cricetomys gambianus) og hefur fundið 109 jarðsprengjur og 15 aðrar sprengjur síðan hún var send til norðurhluta Preah Vihear-héraðs í Kambódíu í ágúst 2021, að sögn belgísku góðgerðarsamtakanna APOPO.
Tugir þúsunda Kambódíumanna hafa látist af völdum jarðsprengja undanfarna áratugi eftir borgarastríð í landinu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.
Þjálfaðar rottur frá Afríku eru notaðar til að þefa eftir sprengjum á landi sem fólk hefur ekki þorað að nálgast eða að rækta.