Bygging sem hýsir erlenda fjölmiðla eyðilagðist að hluta til eftir loftárásir Rússa í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í nótt.
Rússar gerðu gríðarstóra eldflauga- og drónaárás á Úkraínu í nótt. Að minnsta kosti tveir létu lífið í árásunum.
„Efstu þrjár hæðir viðskiptamiðstöðvarinnar, þar sem erlendu fjölmiðlarnir voru staðsettir, voru algjörlega eyðilagðar, en stór sprengjugígur er þar nærri. Neðri hæðirnar urðu einnig fyrir miklum skemmdum og eru nú ónothæfar,“ greindi úkraínski fjölmiðillinn Freedom frá.
Freedom sagði að byggingin hafi hýst meðal annars Freedom, Dom, The Gaze, og UATV á ensku, spænsku, arabísku og portúgölsku.
Engir starfsmenn slösuðust í árásinni, að sögn Júlíu Bin, yfirmanns úkraínska ríkisútvarpsins.