Rússar eyðilögðu skrifstofur erlendra fjölmiðla

00:00
00:00

Bygg­ing sem hýs­ir er­lenda fjöl­miðla eyðilagðist að hluta til eft­ir loft­árás­ir Rússa í úkraínsku höfuðborg­inni Kænug­arði í nótt.

Rúss­ar gerðu gríðar­stóra eld­flauga- og dróna­árás á Úkraínu í nótt. Að minnsta kosti tveir létu lífið í árás­un­um.

„Efstu þrjár hæðir viðskiptamiðstöðvar­inn­ar, þar sem er­lendu fjöl­miðlarn­ir voru staðsett­ir, voru al­gjör­lega eyðilagðar, en stór sprengjugíg­ur er þar nærri. Neðri hæðirn­ar urðu einnig fyr­ir mikl­um skemmd­um og eru nú ónot­hæf­ar,“ greindi úkraínski fjöl­miðill­inn Freedom frá.

Freedom sagði að bygg­ing­in hafi hýst meðal ann­ars Freedom, Dom, The Gaze, og UATV á ensku, spænsku, ar­ab­ísku og portú­gölsku.

Eng­ir starfs­menn slösuðust í árás­inni, að sögn Júlíu Bin, yf­ir­manns úkraínska rík­is­út­varps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert