Ákveðið var að stöðva tilraun sem stjórnendur í borginni Malmö í Svíþjóð stóðu að gagnvart borgarstarfsmönnum sökum þess hve margir féllu í gildru sem lögð var fyrir þá.
Gekk tilraunin þannig fyrir sig að borgarstarfsmönnum var sendur vírushlekkur af tölvudeild borgarinnar án þess að þeir vissu af því fyrir fram. Hins vegar var það svo að skömmu áður hafði starfsfólk verið varað sérstaklega við slíkum hlekkjum á innra neti borgarinnar.
Tilraunin hófst 22. nóvember á síðasta ári og til stóð að hún myndi endast í 72 klukkustundir en þegar þriðjungur hafði fallið í gildruna strax á fyrsta sólarhring ákváðu stjórnendurnir að stöðva hana.
Markmið tilraunarinnar fyrir fram var að sjá hvort meira en fimm prósent starfsmanna myndi falla í slíka gildru og voru niðurstöðurnar því sláandi fyrir stjórnendur borgarinnar.