Sláandi niðurstöður í tilraun borgarstarfsmanna

Margir borgarstarfsmenn féllu í gildruna.
Margir borgarstarfsmenn féllu í gildruna. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ákveðið var að stöðva til­raun sem stjórn­end­ur í borg­inni Mal­mö í Svíþjóð stóðu að gagn­vart borg­ar­starfs­mönn­um sök­um þess hve marg­ir féllu í gildru sem lögð var fyr­ir þá.

Gekk til­raun­in þannig fyr­ir sig að borg­ar­starfs­mönn­um var send­ur vírus­hlekk­ur af tölvu­deild borg­ar­inn­ar án þess að þeir vissu af því fyr­ir fram. Hins veg­ar var það svo að skömmu áður hafði starfs­fólk verið varað sér­stak­lega við slík­um hlekkj­um á innra neti borg­ar­inn­ar.

Til­raun­in hófst 22. nóv­em­ber á síðasta ári og til stóð að hún myndi end­ast í 72 klukku­stund­ir en þegar þriðjung­ur hafði fallið í gildruna strax á fyrsta sól­ar­hring ákváðu stjórn­end­urn­ir að stöðva hana.

Mark­mið til­raun­ar­inn­ar fyr­ir fram var að sjá hvort meira en fimm pró­sent starfs­manna myndi falla í slíka gildru og voru niður­stöðurn­ar því slá­andi fyr­ir stjórn­end­ur borg­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert