Stórefla ætti þjálfun og hernaðaraðstoð

Þessir Úkraínumenn sem hér sjást voru þjálfaðir af spænska hernum, …
Þessir Úkraínumenn sem hér sjást voru þjálfaðir af spænska hernum, en þegar myndin var tekin var verið að æfa átök inni í byggingum. AFP/Oscar Del Pozo

Aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) þurfa að stór­efla hernaðarstuðning sinn við Úkraínu og auka um leið gæði þeirr­ar þjálf­un­ar sem verðandi her­menn Úkraínu­hers fá áður en þeir eru send­ir inn á víg­völl­inn. Ekki sé nóg að þjálfa ein­stak­linga til al­mennr­ar herþjón­ustu í ein­ung­is sex vik­ur, líkt og nú er gert. Slík þjálf­un skil­ar ekki nægj­an­leg­um ár­angri í vopnuðum átök­um.

Þetta seg­ir Simon Wood­iwiss, fv. her­stjórn­andi í Bret­lands­her og ör­ygg­is­ráðgjafi í Úkraínu. Fái Úkraínu­menn nauðsyn­leg­an stuðning frá Vest­ur­lönd­um er, að hans mati, úti­lokað að Rúss­ar vinni stríðið. Rúss­lands­her sé ein­ung­is skugg­inn af því sem hann áður var.

„Úkraínu­her hef­ur sýnt heim­in­um færni sína við að nýta alla þá hluti sem hann kemst yfir. Og ég veit ekki bet­ur en árás­ar­drón­ar þeirra hafi grandað fleiri skot­mörk­um en nokk­urt annað vopna­kerfi í þessu stríði. En drón­ar leysa ekki fót­gönguliða af hólmi. Það er ekki hægt að ná landsvæði án fót­gönguliða. Án þeirra er ekki hægt að end­ur­heimta eða leggja und­ir sig land,“ seg­ir Wood­iwiss í sam­tali við Times Radio og bæt­ir við að nú, þegar rúm þrjú ár eru liðin frá alls­herj­ar­inn­rás Rúss­lands inn í Úkraínu, sé þjálf­un al­mennra her­manna ófull­nægj­andi.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert