Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað að leggja 50 prósenta viðbótartolla á allar innfluttar vörur frá Kína, hætti stjórnvöld þar í landi ekki við að mótvægisaðgerðir sínar gagnvart innflutningstollum sem lagðir hafa verið á vörur frá Kína.
Þetta kemur fram í færslu forsetans á samfélagsmiðlinum Truth Social.
Trump hefur nú þegar lagt 34 prósenta innflutningstolla á allar vörur frá Kína, og ætla Kínverjar að svara í sömu mynt með 34 prósenta tollum á vörur frá Bandaríkjunum, sem munu taka gildi 10. apríl. Þá ætla Kínverjar að stefna Bandaríkjunum fyrir Alþjóðaviðskiptastofnunina.
Í færslunni hótar Trump Kínverjum því að ef þeir láti ekki verða af áformum sínum um tollahækkanir í síðasta lagi 8. apríl, þá verði tollar hækkaðir um 50 prósent á innflutningsvörur frá Kína. Viðbótartollarnir myndu þá taka gildi þann 9. apríl.