Hótar Kínverjum 50% viðbótartollum

Viðbótartollarnir taka gildi 9. apríl, láti Kínverjar ekki af áformum …
Viðbótartollarnir taka gildi 9. apríl, láti Kínverjar ekki af áformum sínum. AFP/Mandel Ngan

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur hótað að leggja 50 pró­senta viðbót­artolla á all­ar inn­flutt­ar vör­ur frá Kína, hætti stjórn­völd þar í landi ekki við að mót­vægisaðgerðir sín­ar gagn­vart inn­flutn­ing­stoll­um sem lagðir hafa verið á vör­ur frá Kína.

Þetta kem­ur fram í færslu for­set­ans á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social.

Trump hef­ur nú þegar lagt 34 pró­senta inn­flutn­ing­stolla á all­ar vör­ur frá Kína, og ætla Kín­verj­ar að svara í sömu mynt með 34 pró­senta toll­um á vör­ur frá Banda­ríkj­un­um, sem munu taka gildi 10. apríl. Þá ætla Kín­verj­ar að stefna Banda­ríkj­un­um fyr­ir Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina.

Í færsl­unni hót­ar Trump Kín­verj­um því að ef þeir láti ekki verða af áform­um sín­um um tolla­hækk­an­ir í síðasta lagi 8. apríl, þá verði toll­ar hækkaðir um 50 pró­sent á inn­flutn­ings­vör­ur frá Kína. Viðbót­artoll­arn­ir myndu þá taka gildi þann 9. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert