Kínverjar minna Bandaríkjamenn á orð Reagans

Trump er með málverk af Reagan í Hvíta húsinu.
Trump er með málverk af Reagan í Hvíta húsinu. AFP/Saul Loeb

Kín­verska sendi­ráðið í Banda­ríkj­un­um hef­ur deilt ræðu Ronald Reag­ans, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, um tolla og fríversl­un á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far stig­mögn­un­ar í tolla­stríði ríkj­anna tveggja.

Don­ald Trump til­kynnti í síðustu viku að hann myndi leggja 34 pró­sent inn­flutn­ing­stolla á all­ar vör­ur frá Kína. Kína svaraði í sömu mynt og í dag hótaði Trump að leggja 50% viðbót­artoll á all­ar inn­flutt­ar vör­ur frá Kína.

Kín­verska sendi­ráðið deildi því á sam­fé­lags­miðlum broti úr ávarpi Reag­ans til Banda­ríkja­manna árið 1987 sem sner­ist um frjáls viðskipti. Ronald Reag­an var re­públi­kani rétt eins og Trump.

„Ronald Reag­an gegn #toll­um: Ræða frá 1987 öðlast nýtt mik­il­vægi árið 2025,“ skrifaði sendi­ráðið.

Sagði háa tolla leiða til hefnd­araðgerða

„Sjáðu til, í upp­hafi, þegar ein­hver seg­ir: „Setj­um tolla á er­lend­ar inn­flutn­ings­vör­ur,“ lít­ur það út fyr­ir að þeir séu að gera föður­land­inu greiða með því að vernda banda­rísk­ar vör­ur og störf. Og stund­um virk­ar það um stund – en aðeins í skamm­an tíma,“ sagði Reag­an.

Í ávarp­inu hélt hann því fram að það sem myndi ger­ast væri í fyrsta lagi að inn­lend­ar at­vinnu­grein­ar færu að reiða sig á vernd rík­is­ins í formi hárra tolla. Þær hætta að keppa og hætta að ráðast í ný­sköp­un sem þarf til að ná ár­angri á heims­mörkuðum.

„Og á meðan allt þetta er að ger­ast, kem­ur eitt­hvað enn verra fyr­ir. Háir toll­ar leiða óhjá­kvæmi­lega til hefnd­araðgerða er­lendra ríkja og valda harðskeytt­um viðskipta­stríðum. Af­leiðing­in er fleiri og fleiri toll­ar, hærri og hærri viðskipta­hindr­an­ir og minni og minni sam­keppni,“ sagði hann.

„Markaðir drag­ast sam­an og hrynja“

Fólk á sam­fé­lags­miðlum hef­ur verið að deila þessu þar sem þeim þykir ekki síst skondið að kín­versk­ir komm­ún­ist­ar séu að minna Banda­ríkja­menn á gildi Reag­ans.

„Þannig að fljót­lega, vegna verðs sem er gert óeðli­lega hátt út af toll­um sem niður­greiða óskil­virkni og lé­lega stjórn­un, hætt­ir fólk að kaupa. Þá ger­ist það versta: Markaðir drag­ast sam­an og hrynja, fyr­ir­tæki og at­vinnu­grein­ar loka og millj­ón­ir manna missa vinn­una,“ sagði Reag­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert