„Mjög stór fundur“ bókaður með Írönum á laugardag

Trump sagði að það yrði „rosa frábært“ ef samningur um …
Trump sagði að það yrði „rosa frábært“ ef samningur um kjarnavopn næðust á fundinum á laugardag. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir að stjórn­völd í Washingt­on eigi „mjög stór­an fund“ áætlaðan með Írön­um á laug­ar­dag.

„Við eig­um í bein­um sam­skipt­um við Íran,“ sagði Trump einnig á blaðamanna­fundi með Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, í kvöld.

Leiðtog­arn­ir ræddu þar helst tolla­stríð Trumps og stríð Ísra­els á Gasa.

Íran­ir gætu lent „í vand­ræðum“

Þá voru Íran­ir og fylgi­tungl þeirra einnig til umræðu þar sem Banda­rík­in vilja koma í veg fyr­ir að Íran­ir afli sér kjarn­orku­vopna.

Í því sam­hengi minnt­ist Trump á að það yrði „rosa frá­bært“ ef samn­ing­ur um kjarna­vopn næðist á téðum fundi en tók einnig fram að Íran yrði „í vand­ræðum“ ef eng­inn samn­ing­ur næðist.

Í gær sagði ír­ansk­ur er­ind­reki að stjórn­völd myndu ekki verða við ósk Trumps um bein­ar viðræður á milli hans og Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks í klerka­veldi Írans, um kjarn­orku­áætl­an­ir lands­ins.

Til­efni blaðamanna­fund­ar­ins var heim­sókn Net­anja­hús í Hvíta húsið. Var hún skipu­lögð um leið og Don­ald Trump lagði sér­sniðna tolla á um 60 lönd í síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka