„Stundum þarftu að taka lyf til að laga eitthvað“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur varið um­fangs­mikl­ar tolla­hækk­an­ir sín­ar og líkt þeim við lyfjainn­töku.

Trump sat fyr­ir svör­um í flug­vél for­seta­embætt­is­ins, Air Force One, í gær­kvöldi.

Seg­ir önn­ur lönd reyna að semja

Greint hef­ur verið frá að eft­ir tolla­hækk­an­ir Trumps hafi hluta­bréfa­markaðir hríðfallið. Sagði Trump blaðamönn­um í gær­kvöldi að lönd, bæði inn­an Asíu og Evr­ópu, væru að reyna að gera samn­ing við Banda­rík­in.

Grein­ir breska rík­is­út­varpið t.a.m. frá því að leiðtogi Víet­nams hafi óskað eft­ir 45 daga fresti á þann toll sem verður sett­ur á inn­flutt­ar vör­ur frá land­inu, en hann nem­ur 46%.

Aðspurður um sárs­auka­mörk banda­rískra neyt­enda, sem ótt­ast nú verðhækk­an­ir og vax­andi markaðslægð, sagðist Trump ekki vilja sjá neitt fara niður á við.

„En „stund­um þarftu að taka lyf til að laga eitt­hvað,“ bætti for­set­inn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert