Sýnir að enginn hagnast á viðskiptastríði

Frá kauphöllinni í Frankfurt. Þýska DAX-vísitalann lækkaði um 10% á …
Frá kauphöllinni í Frankfurt. Þýska DAX-vísitalann lækkaði um 10% á einum tímapunkti í morgun. AFP

Hrun markaða víðs veg­ar um heim­inn sýn­ir skýrt að eng­inn mun hagn­ast á viðskipta­stríði.

Þetta sagði Stef­fen Hebestreit, talsmaður þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, á blaðamanna­fundi í Berlín í morg­un.

Þurfi að bregðast við af skyn­semi

Að hans sögn þarf nú að bregðast við af skyn­semi og með skýr­um hætti til að koma í veg fyr­ir að viðskipta­stríð stig­magn­ist.

Einnig þurfi Evr­ópu­sam­bandið að standa vörð um hags­muni þjóða sinna og koma þeim skýrt á fram­færi.

Toll­ar á inn­flutt­ar vör­ur frá ríkj­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins til Banda­ríkj­anna nema 20% og taka gildi á miðviku­dag.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur lýst því yfir að mót­vægisaðgerðir verði gerðar vegna toll­anna.

Steffen Hebestreit er talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar.
Stef­fen Hebestreit er talsmaður þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. AFP

Vísi­tal­an féll um 10%

Að því er AFP-frétta­veit­an grein­ir frá lækkaði DAX-vísi­tal­an í Þýskalandi um 10% á ein­um tíma­punkti í morg­un.

Hebestreit sagði að um­tals­verð verðmæti væru að glat­ast á fjár­mála­mörkuðum og að efna­hags­leg áhrif væru þegar far­in að koma fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert