Þrír létust eftir að sjúkraþyrla hrapaði í sjóinn undan suðvesturströnd Japans, að sögn japönsku strandgæslunnar í dag.
Alls voru sex farþegar um borð í þyrlunni sem var á leið á sjúkrahús í Fukuoka-borg frá Tsushima-eyju í Nagasaki-héraði síðdegis í gær.
Nokkrum klukkustundum eftir að sambandið rofnaði fundust farþegarnir sex af varðskipi ásamt þyrlunni. Japanska strandgæslan staðfesti að þrír þeirra væru látnir en hinir þrír voru með meðvitund þegar þeir fundust.