Þrír létust þegar sjúkraþyrla hrapaði

Þyrlan hrapaði í sjóinn.
Þyrlan hrapaði í sjóinn. Ljósmynd/X

Þrír lét­ust eft­ir að sjúkraþyrla hrapaði í sjó­inn und­an suðvest­ur­strönd Jap­ans, að sögn japönsku strand­gæsl­unn­ar í dag.

Alls voru sex farþegar um borð í þyrlunni sem var á leið á sjúkra­hús í Fuku­oka-borg frá Tsus­hima-eyju í Naga­saki-héraði síðdeg­is í gær.

Nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að sam­bandið rofnaði fund­ust farþeg­arn­ir sex af varðskipi ásamt þyrlunni. Jap­anska strand­gæsl­an staðfesti að þrír þeirra væru látn­ir en hinir þrír voru með meðvit­und þegar þeir fund­ust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert