Trump: Gasa er ótrúleg fasteign

Trump og Netanjahú ræddu saman í kvöld.
Trump og Netanjahú ræddu saman í kvöld. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á fundi með Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, í dag að Gasa væri „ótrú­leg og mik­il­væg fast­eign“ sem Ísra­els­menn hefðu aldrei átt að „gefa“ Palestínu­mönn­um.

Net­anja­hú er í heim­sókn í Hvíta hús­inu, þar sem hann reyn­ir m.a. að semja við Trump um að leggja væg­ari tolla á Ísra­el.

En stríðið á Gasa barst einnig á góma í sam­ræðum þjóðarleiðtog­anna en Trump hef­ur lýst því yfir að Banda­rík­in ættu að taka yfir Gasa­strönd­ina og byggja þar ri­víeru, en að Palestínu­menn myndu flytja annað. Net­anja­hú hef­ur lýst áhuga sín­um á þess­um áform­um og segj­ast þeir deila framtíðar­sýn um herkvína.

„Eign“ við sjáv­ar­síðuna

„Ég held að [Gasa] sé ótrú­leg og mik­il­væg fast­eign,“ sagði for­set­inn í dag, en eins og frægt er var hann einn fræg­asti fast­eigna­mó­gúll Banda­ríkj­anna á 9. ára­tugn­um.

„Ég held það sé eitt­hvað sem við tækj­um þátt í. Það að friðarafl eins og Banda­rík­in stjórnaði og ætti Gasa­strönd­ina væri góður hlut­ur.“

Seinna á fund­in­um hélt hann því fram að Ísra­els­menn hefðu gefið Palestínu­mönn­um landið í skipt­um fyr­ir frið.

„Þau tóku eign við sjáv­ar­síðuna og gáfu hana til fólks­ins í skipt­um fyr­ir frið,“ hélt Trump fram. „Hvernig gekk það? Ekki vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka