Vill semja við „alla“ en engin pása í sjónmáli

„Við ætlum að ná sanngjörnum samningum og góðum samningum við …
„Við ætlum að ná sanngjörnum samningum og góðum samningum við alla,“ sagði Trump í dag á sameiginlegum blaðamannafundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist ætla að semja við aðrar þjóðir um að ná „sann­gjörn­um samn­ing­um“ í alþjóðaviðskipt­um. Hann hyggst samt ekki setja toll­ana á pásu.

Ísra­els­menn hafa boðist til þess að „eyða“ viðskipta­halla milli Ísra­els og Banda­ríkj­anna í von um að losna und­an toll­um Banda­ríkja­for­set­ans.

„Við ætl­um að ná sann­gjörn­um samn­ing­um og góðum samn­ing­um við alla,“ sagði Trump í dag á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi með Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.

„Og ef við ger­um það ekki, vilj­um við ekk­ert með þá hafa. Þeir fá ekki leyfi til að taka þátt í Banda­ríkj­un­um,“ hélt for­set­inn áfram. Hann sagði einnig að „nán­ast hvert ein­asta land“ hefði óskað um að semja um betri díl. 

Önnur lönd taki Ísra­el til fyr­ir­mynd­ar

Net­anja­hú er í heim­sókn í Hvíta hús­inu, þar sem hann reyn­ir m.a. að semja við Trump um að leggja væg­ari tolla á Ísra­el. 

Ísra­el er á meðal 60 þjóða sem standa frammi fyr­ir hærri toll­um. 17% toll­ur er sett­ur á ísra­elsk­ar vör­ur í Banda­ríkj­un­um frá og með miðviku­deg­in­um 9. apríl.

Toll­arn­ir hafa sent hluta­bréfa­markaði um víða ver­öld í upp­nám. Á Íslandi hef­ur markaðsvirði skráðra hluta­bréfa á Íslandi lækkað um 381 ma. kr. síðan á fimmtu­dag­inn, að sögn Kaup­hall­ar­inn­ar.

Net­anja­hú lofaði því að hann myndi „eyða“ öll­um viðskipta­halla og losa um öll viðskipta­höft milli Banda­ríkj­anna og Ísra­els. Sagði hann önn­ur lönd mega taka Ísra­el til fyr­ir­mynd­ar. Hann bætti við að Ísra­el myndi losa sig við toll­ana „fljót­lega“.

Toll­ar Ísra­els gagn­vart Banda­ríkj­un­um yrðu því fjar­lægðir. En Trump kom sér und­an því að svara hvort toll­ar á Ísra­el yrðu fjar­lægðir á móti, og vísaði hann til þess að Banda­rík­in hefðu veitt Ísra­el „millj­arða og millj­arða af Banda­ríkja­döl­um“.

Net­anja­hú er fyrsti þjóðarleiðtog­inn sem ósk­ar per­sónu­lega eft­ir slíku við Trump frá því að alls­herj­artolla­veg­ferð for­set­ans hófst. Þetta er í annað sinn sem leiðtog­arn­ir funda í Hvíta hús­inu síðan Trump tók við embætti. Síðast heim­sótti Net­anja­hú Hvíta húsið í fe­brú­ar og ræddu þeir þá meðal ann­ars stríðið á Gasa.

0% til­boð ESB dugi ekki

Evr­ópu­sam­bandið hafði stungið upp á núll-fyr­ir-núll toll­um á inn­flutta bíla. En Trump sagði það ekki duga.

Auk þess hvatti for­set­inn ESB til að kaupa orku frá Banda­ríkj­un­um og hélt því fram að Banda­rík­in hefðu meiri orku en all­ir aðrir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert