Beiting hervalds gæti orðið óhjákvæmileg

Donald Trump Bandarikjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, takast í …
Donald Trump Bandarikjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, takast í hendur við Hvíta húsið í gær. AFP/Brendan Smialowski

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir óhjá­kvæmi­legt að beita Íran hervaldi ef viðræður milli stjórn­valda í Teher­an og Washingt­on um kjarn­orku­áætlun Írana drag­ast á lang­inn.

„Við erum sam­mála um að Íran fái ekki að ráða yfir kjarna­vopn­um,“ sagði Net­anja­hú í mynd­bandsávarpi á sam­fé­lags­miðlum í dag, í kjöl­far fund­ar síns við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

„Því er hægt að ná fram með sam­komu­lagi en aðeins ef þeir fara inn og sprengja upp aðstöðuna og eyðileggja búnað und­ir um­sjón Banda­ríkja­manna,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann.

„Ef viðræður drag­ast á lang­inn, verður beit­ing hervalds óhjá­kvæmi­leg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert