Breskur dómstóll hefur sakfellt 13 ára gamla stúlku og 15 ára gamlan dreng fyrir manndráp. Þau réðust á áttræðan mann sem var á göngu með hunda í almenningsgarði í Leicesterskíri og urðu honum að bana.
Fram kemur í umfjöllun á vef Sky News að maðurinn, Bhim Kohli, hafi fundist 1. september þar sem hann lá meðvitundarlaus. í Franklin-garðinum í Braunstone Town, sem er skammt frá Leicester, þann 1. september í fyrra. Hann lést daginn eftir af völdum mænuskaða.
Í umfjöllun Sky News segir að drengurinn hafi verið 14 ára og stúlkan 12 ára þegar þau réðust á manninn.
Fram kom við aðalmeðferð málsins við héraðsdóminn í Leicester að Kohli hefði orðið fyrir kynþáttafordómum áður en ráðist var á hann.
Þá kom fram að stúlkan hefði tekið ljósmynd af Kohli í garðinum viku áður en hún og pilturinn réðust á hann.