Börn sakfelld fyrir að bana áttræðum manni

Breskir lögreglumenn að störfum. Myndin er úr safni.
Breskir lögreglumenn að störfum. Myndin er úr safni. AFP

Bresk­ur dóm­stóll hef­ur sak­fellt 13 ára gamla stúlku og 15 ára gaml­an dreng fyr­ir mann­dráp. Þau réðust á átt­ræðan mann sem var á göngu með hunda í al­menn­ings­garði í Leicester­skíri og urðu hon­um að bana. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un á vef Sky News að maður­inn, Bhim Kohli, hafi fund­ist 1. sept­em­ber þar sem hann lá meðvit­und­ar­laus. í Frank­lin-garðinum í Braun­st­one Town, sem er skammt frá Leicester, þann 1. sept­em­ber í fyrra. Hann lést dag­inn eft­ir af völd­um mænuskaða.

Í um­fjöll­un Sky News seg­ir að dreng­ur­inn hafi verið 14 ára og stúlk­an 12 ára þegar þau réðust á mann­inn.

Fram kom við aðalmeðferð máls­ins við héraðsdóm­inn í Leicester að Kohli hefði orðið fyr­ir kynþátta­for­dóm­um áður en ráðist var á hann. 

Þá kom fram að stúlk­an hefði tekið ljós­mynd af Kohli í garðinum viku áður en hún og pilt­ur­inn réðust á hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert