Tollar Trumps:„Misheppnuð stefna“ og „illgjörn heimska“

Hagfræðingar víða um heim vanda Trump forseta ekki kveðjurnar hvað …
Hagfræðingar víða um heim vanda Trump forseta ekki kveðjurnar hvað varðar stefnu hans og Bandaríkjastjórnar í tollamálum og alþjóðaviðskiptum. AFP

Fjöldi hag­fræðinga víða um heim hef­ur lýst áhyggj­um af tolla­stríði Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem hef­ur hrundið af stað viðskipta­stríði sem sér­fræðing­ar segja að geti leitt til alþjóðlegr­ar efna­hagskreppu.

Li Daokui, sem er einn áhrifa­mesti hag­fræðing­ur Kína, seg­ir í sam­tali við AFP að toll­ar Trumps miði aðallega að því að „þrýsta á önn­ur lönd“ til að fá íviln­an­ir.

„Það er erfitt að ímynda sér aðra efna­hags­stefnu sem get­ur valdið fólki um all­an heim, þar á meðal fólki í Banda­ríkj­un­um sjálf­um, tjóni á sama tíma. Þetta er ein­fald­lega „sýn­ing“ á mis­heppnaðri efna­hags­stefnu,“ seg­ir Li.

Li Daokui.
Li Daokui. AFP

Verða fyr­ir gríðarlegu tjóni

„Bæði munu banda­rísk stjórn­völd og banda­rískt efna­hags­líf verða fyr­ir gríðarlegu tjóni,“ seg­ir Li enn frem­ur, en hann er pró­fess­or í hag­fræði við Ts­ing­hua-há­skóla og átti um tíma sæti í helsta póli­tíska ráðgjaf­aráði Kína.

Hann bæt­ir við að kín­versk stjórn­völd séu að fullu und­ir­bú­in fyr­ir tolla. Hann seg­ir að kín­versk stjórn­völd hafi reiðbún­ar gagn­ráðstaf­an­ir auk þess sem Kína hafi unnið að því að örva inn­lenda neyslu.

Þá seg­ir hann að á meðan viðskipta­stefna Trumps marki enda­lok for­ystu Banda­ríkj­anna á sviði alþjóðavæðing­ar þá gefi hún kín­versk­um stjórn­völd­um tæki­færi til að semja um fríversl­un­ar­samn­inga við önn­ur lönd og gegna lyk­il­hlut­verki í því að koma á fót nýju kerfi sem myndi koma í stað Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar. 

Thomas Piketty.
Thom­as Piketty. AFP

Viðbrögð við mis­tök­um Reag­an­isma

Franski hag­fræðing­ur­inn Thom­as Piketty, sem er höf­und­ur met­sölu­bók­ar­inn­ar „Auðmagn á 21. öld“, seg­ir að stefna Trump sé fyrst og fremst viðbrögð við mis­tök­um frjáls­hyggju­stefnu Ronalds Reag­an, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, á ní­unda ára­tugn­um.

„Re­públi­kan­ar gera sér grein fyr­ir því að efna­hags­leg frjáls­hyggja og hnatt­væðing hafa ekki gagn­ast millistétt­inni eins og þeir sögðu að þær myndu gera,“ seg­ir Piketty í sam­tali við AFP.

„Svo nú gera þeir heim­inn að blóra­böggli,“ bæt­ir hann við.

„En það mun ekki virka. Kokteill­inn frá Trump mun ein­fald­lega skapa meiri verðbólgu og meiri ójöfnuð.“

Hann seg­ir enn frem­ur að Evr­ópa verði að svara þess­um aðgerðum með því að skil­greina sín­ar eig­in for­gangs­röðun og búa sig und­ir alþjóðlega kreppu sem sé á leiðinni. Það geri Evr­ópa með um­fangs­mik­illi fjár­fest­ingaráætl­un í orku- og sam­göngu­innviðum, mennt­un, rann­sókn­um og heil­brigðisþjón­ustu.

Paul Krugman.
Paul Krugman. AFP

Trump að brenna allt til grunna

Banda­ríkjamaður­inn Paul Krugman, sem er Nó­bels­verðlauna­hafi í hag­fræði, seg­ir að Banda­rík­in séu í grund­vall­ar­atriðum ríki sem lagði grunn­inn að nú­tímaviðskipt­um sem hafi leitt til lægri tolla und­an­farna ára­tugi.

„Don­ald Trump brenndi það allt til grunna,“ skrifaði Krugman á Su­bstack-bloggsíðu sína áður en 10 pró­senta grunntoll­ar for­set­ans á inn­flutn­ing tóku gildi á laug­ar­dag­inn.

„Trump er í raun ekki að reyna að ná efna­hags­leg­um mark­miðum. Þetta ætti allt að líta á sem yf­ir­burðasýn­ingu, ætlaða til að valda undr­un og ótta og fá fólk til að skríða,“ seg­ir hann.

Krugman sak­ar banda­rísk stjórn­völd um „ill­gjarna heimsku“ á tíma þegar „ör­lög heims­hag­kerf­is­ins eru í húfi“.

„Hvernig get­ur nokk­ur, hvort sem um er að ræða viðskipta­lífið eða er­lend stjórn­völd, treyst ein­hverju sem kem­ur frá stjórn sem hegðar sér svona?“

Starfsmaður kauphallarinnar í New York grettir sig á meðan hann …
Starfsmaður kaup­hall­ar­inn­ar í New York grett­ir sig á meðan hann fylgd­ist með stöðu mála í gær. Markaðir hafa verið í frjálsu falli eft­ir að Trump til­kynnti um sín­ar aðgerðir. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert