Musk kallar viðskiptaráðgjafa Trumps hálfvita

Musk er ekki sáttur með Navarro.
Musk er ekki sáttur með Navarro. AFP/Brendan Smialowski/Chip Somodevilla

Elon Musk seg­ir að einn helsti ráðgjafi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta sé „hálf­viti“. Vax­andi ágrein­ing­ur rík­ir meðal banda­manna Trumps um tolla­stefnu for­set­ans.

Musk sagði á X að Peter Navarro, aðalráðgjafi for­set­ans í viðskipta­mál­um, væri „heimsk­ari en poki full­ur af múr­stein­um“ eft­ir að Navarro sakaði Musk um að „setja sam­an bíla“ í Banda­ríkj­un­um frem­ur en fram­leiða bíla í Banda­ríkj­un­um.

„Navarro er sann­ar­lega hálf­viti,“ skrifaði Musk á X. Eins og flest­ir vita þá er Musk stærsti eig­andi Teslu.

Breska dag­blaðið Tel­egraph grein­ir frá. 

Full­yrðing­ar Navarros „aug­ljós­lega rang­ar“

Navarro sagði Musk vilja ódýra hluti er­lend­is frá en að rík­is­stjórn­in vildi að þess­ir hlut­ir yrðu fram­leidd­ir í Banda­ríkj­un­um.

Musk sagði að full­yrðing­ar Navarros væru „aug­ljós­lega rang­ar“ og bætti við að bíl­arn­ir sem Tesla fram­leiði séu með mest­an upp­runa frá Banda­ríkj­un­um af öll­um helstu bíla­fram­leiðend­um.

Eins og mbl.is fjallaði um í gær þá hef­ur Musk á und­an­förn­um dög­um ekki beint for­dæmt tolla­stefnu Trumps en aft­ur á móti deildi hann mynd­skeiði af hag­fræðingn­um Milt­on Friedm­an út­skýra af hverju fríversl­un væri góð og kosti þess að flytja inn vör­ur.

Á ít­ölsk­um stjórn­málaviðburði á laug­ar­dag­inn hvatti Musk til auk­inn­ar fríversl­un­ar og þá sagði hann að Evr­ópa og Banda­rík­in ættu að fella niður alla tolla.

Var­ar við efna­hags­leg­um kjarn­orku­vetri

Sum­ir re­públi­kan­ar hafa gagn­rýnt toll­ana hjá Trump á sama tíma og marg­ir hafa verið hik­andi við að gagn­rýna toll­ana beint, en hafa sett ýmis spurn­ing­ar­merki við þá.

Fjár­fest­ir­inn Bill Ackm­an, sem hef­ur verið mik­ill stuðnings­maður Trumps, sagði að Trump ætti að fresta gildis­töku toll­anna um 90 daga til þess að reyna að semja fyrst við viðskiptaþjóðir Banda­ríkj­anna.

„Að öðrum kosti stefn­um við í sjálf­skapaðan efna­hags­leg­an kjarn­orku­vet­ur og ætt­um að fara að búa okk­ur und­ir það versta,“ sagði Ackm­an.

For­stjóri JP­Morg­an Chase, Jamie Dimon, varaði einnig við því að toll­arn­ir gætu aukið verðbólgu og hægt á hag­vexti, nema tekið yrði á mál­inu með festu.

„Hvort að þessi mat­seðill af toll­um muni valda sam­drætti er óljóst, en hann mun hægja á hag­vexti,“ skrifaði Dimon í bréfi til hlut­hafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert