Reyndist óheimilt að hefta aðgang blaðmanna

Trump er ekki sáttur við blaðamenn Associated Press.
Trump er ekki sáttur við blaðamenn Associated Press. AFP

Al­rík­is­dóm­ari fyr­ir­skipaði Hvíta hús­inu í dag að veita blaðamönn­um AP-frétta­stof­unn­ar aft­ur aðgang að viðburðum Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta en þeim hef­ur verið meinaður aðgang­ur að viðburðum for­set­ans frá 11. fe­brú­ar fyr­ir að hafa talað um Mexí­kóflóa í stað Am­er­íkuflóa.

Trump gaf út for­seta­til­skip­un þegar hann tók við embætti 20. janú­ar síðastliðinn að breyta nafni Mexí­kóflóa í Am­er­íkuflóa. AP hef­ur ekki viljað tala um Am­er­íkuflóa í frétt­um sín­um held­ur haldið sig við fyrra nafn. 

Trump var ekki ánægður með þá ákvörðun og meinaði blaðamönn­um miðils­ins aðgang að viðburðum. 

Trevor N. McFadd­en al­rík­is­dóm­ari úr­sk­urðaði að stjórn­völd gætu ekki hefnt sín á AP fyr­ir að fylgja ekki for­seta­til­skip­un hans. Stang­ast það á við fyrsta viðauka banda­rísku stjórn­ar­skrár­inn­ar að úti­loka ákveðna blaðamenn frá viðburðum vegna sjón­ar­miða þeirra.

Trump hef­ur talað um AP sem hóp „öfga vinstri-brjálæðinga“ og að þeim „verði haldið úti þar til þeir samþykkja að þetta sé Am­er­íkuflói“.

AP

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert