Þriggja ára lést af völdum fuglainflúensu

Stúlkan sem lést var þriggja ára.
Stúlkan sem lést var þriggja ára. AFP

Þriggja ára stúlka í Coa­huila í norður­hluta Mexí­kó er lát­in af völd­um fuglain­flú­ensu H5N1.

Þetta staðfestu heil­brigðis­yf­ir­völd í Mexí­kó í til­kynn­ingu í dag en um er að ræða fyrsta mannslátið í land­inu af völd­um veirunn­ar.

Eliud Aguir­re heil­brigðisráðherra sagði eng­in önn­ur til­vik um smit af völd­um veirunn­ar í land­inu svo vitað sé um.

Nokk­ur dauðsföll það sem af er ári

Karl­maður á þrítugs­aldri lést í Kambódíu af völd­um veirunn­ar í janú­ar og barn í fe­brú­ar. Þriggja ára dreng­ur lést þá í mars af völd­um veirunn­ar í Suðaust­ur-Asíu­rík­inu.

Fyrr í þess­um mánuði varð mannslát í Indlandi og til­kynnt var um smit hjá starfs­manni kjúk­linga­bús í Bretlandi í janú­ar.

Nokk­ur smit hafa greinst í Banda­ríkj­un­um það sem af er þessu ári, eitt þeirra leiddi til dauðsfalls í Louisi­ana-ríki. Hinn smitaði var á sjö­tugs­aldri og hafði kom­ist í tæri við sýkta fugla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert