Trump: ESB hefur komið mjög illa fram við okkur

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði í gær að til­laga Evr­ópu­sam­bands­ins um und­anþágur frá toll­um á iðnaðar­vör­ur, þar á meðal bíla, væri ekki nóg til að vega upp á móti viðskipta­hall­an­um sem væri á milli ríkj­anna.

„Evr­ópu­sam­bandið hef­ur komið mjög, mjög illa fram við okk­ur, þeir taka ekki við bíl­un­um okk­ar, eins og Jap­an ger­ir í þeim skiln­ingi, þeir taka ekki við land­búnaðar­vör­um okk­ar. Þeir taka í raun ekki við neinu,“ sagði Trump við blaðamenn í Hvíta hús­inu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við fréttamenn í Hvíta húsinu …
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, ræddi við frétta­menn í Hvíta hús­inu í Washingt­on í gær. AFP

Í liðinni viku til­kynnti Trump um 20 pró­senta toll á evr­ópsk­ar vör­ur sem er hluti af um­fangs­mikl­um tollaðgerðum sem eiga að taka gildi á morg­un. 

Trump lét um­mæl­in falla í gær eft­ir að Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, sagði fyrr um dag­inn að sam­bandið færi fram á tví­hliða und­anþágur frá toll­um á bif­reiðar og aðrar iðnaðar­vör­ur.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, vill ná góðum …
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, vill ná góðum samn­ingi. AFP

Alltaf til í að gera góðan samn­ing

„Við höf­um lagt til núll tolla á iðnaðar­vör­ur [...] Evr­ópa er alltaf reiðubú­in til að gera góðan samn­ing“ við Banda­rík­in, sagði von der Leyen á blaðamanna­fundi í Brus­sel.

Hún sagði enn frem­ur að Evr­ópa væri til­bú­in að svara með gagn­ráðstöf­un­um og verja hags­muni ESB gagn­vart aðgerðum Trumps. 

Trump sagði jafn­framt í gær að viðskipta­halli ESB myndi „hverfa hratt“ ef Evr­ópu­ríki færu að fjár­festa í banda­rískri orku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert