Ung kona stungin til bana

Danska lögreglan leitar manns sem er grunaður um morðið.
Danska lögreglan leitar manns sem er grunaður um morðið. AFP

21 árs göm­ul kona var stung­in til bana í Hern­ing á Jótlandi í Dan­mörku í gær­kvöld.

Lög­regl­an í Mið- og Vest­ur-Jótlandi grein­ir frá þessu í frétta­til­kynn­ingu en þetta kem­ur fram í frétt á TV2.

Í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar kem­ur fram að kon­an hafi verið stung­inn um níu­leytið í gær­kvöld. Veg­far­end­ur til­kynntu um at­vikið og hófu að veita skyndi­hjálp en ekki reynd­ist unnt að bjarga lífi kon­unn­ar og var hún úr­sk­urðuð lát­in á sjúkra­húsi.

Ger­and­inn hef­ur ekki fund­ist og hef­ur lög­regl­an óskað eft­ir aðstoð við að finna hann. Að sögn lög­reglu sást hinn grunaði hlaupa af vett­vangi. Hon­um er lýst á aldr­in­um 20 til 25 ára, um 180 sentí­metr­ar á hæð, grann­ur og með miðaust­ur­lenskt út­lit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert