Evrópusambandið svarar tollum Trumps

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur til­kynnt álög­ur sem verða fyrstu mót­vægisaðgerðirn­ar gegn toll­un­um sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur lagt á. 

Álög­ur ESB bein­ast fyrst og fremst að þeim ríkj­um þar sem re­públi­kan­ar eru í meiri­hluta og leggj­ast m.a. á soja­baun­ir, ávexti, hnet­ur, mótor­hjól og snyrti­vör­ur. 

„Þess­um mót­vægisaðgerðum verður hægt að aflétta hvenær sem er svo lengi sem Banda­rík­in eru reiðubú­in að ræða við okk­ur um sann­gjarna niður­stöðu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Aðgerðirn­ar eru svar Evr­ópu­sam­bands­ins við toll­um Banda­ríkj­anna á stál og ál sem lagðir voru á í síðasta mánuði.

ESB mun byrja að inn­heimta toll­ana þann 15. apríl, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni.

Skaðavald­andi og órétt­læt­an­leg­ir

„Evr­ópu­sam­bandið tel­ur banda­rísku toll­ana órétt­læt­an­lega og skaðavald­andi, þeir valda tjóni á hag­kerf­um Evr­ópu og Banda­ríkj­anna, auk alþjóðahag­kerf­is­ins,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sam­bands­ins sem ít­rek­ar jafn­framt vilja sinn til að kom­ast að sann­gjarnri og sam­eig­in­legri niður­stöðu sem myndi hagn­ast báðum aðilum.

Trump til­kynnti und­ir lok síðasta mánaðar 25% toll á evr­ópska bíla. Fyr­ir viku kynnti hann svo 20% toll á all­an inn­flutt­an varn­ing frá ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Talsmaður Evr­ópu­sam­bands­ins seg­ir ESB eiga eft­ir að bregðast við þeim toll­um. Þær aðgerðir verði mögu­lega kynnt­ar í næstu viku.

Gaml­ir toll­ar leggj­ast á á ný

Álög­urn­ar sem kynnt­ar voru í dag sam­an­standa af tvenns kon­ar toll­um. Ann­ars veg­ar toll­um sem voru í gildi á fyrra kjör­tíma­bili Trumps sem for­seta, en búið var að af­nema. ESB byrj­ar að inn­heimta þá tolla í næstu viku.

Hins veg­ar verða inn­leidd­ir toll­ar á vör­ur sem ekki hafa verið í gildi áður. Þeir toll­ar munu ekki taka gildi fyrr en í næsta mánuði. Sum­ir verða ekki inn­heimt­ir fyrr en í des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert