Kínverska fjármálaráðuneytið greindi frá því í dag að ákveðið hafi verið að leggja 84 prósenta toll á bandarískar vörur og mun hann taka gildi á morgun.
Þetta er svar Kínverja við þeirri ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að koma á 104 prósenta tolli á vörur frá Bandaríkjunum.
Í tilkynningu fjármálaráðuneytis Kína segir að tollur á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum muni hækka úr 34 prósentum í 84.
„Tollahækkun Bandaríkjanna gegn Kína brýtur alvarlega gegn lögmætum réttindum og hagsmunum Kína. Aðgerðir stjórnvalda í Bandaríkjunum skaða alvarlega marghliða viðskiptakerfi sem byggir á reglum,“ segir meðal annars í tilkynningunni en tollar sem Trump setti á 60 ríki tóku gildi í dag.