Kína leggur 84 prósenta toll á Bandaríkin

00:00
00:00

Kín­verska fjár­málaráðuneytið greindi frá því í dag að ákveðið hafi verið að leggja 84 pró­senta toll á banda­rísk­ar vör­ur og mun hann taka gildi á morg­un.

Þetta er svar Kín­verja við þeirri ákvörðun Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um að koma á 104 pró­senta tolli á vör­ur frá Banda­ríkj­un­um.

Í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is Kína seg­ir að toll­ur á inn­flutt­ar vör­ur frá Banda­ríkj­un­um muni hækka úr 34 pró­sent­um í 84.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína.
Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Xi Jin­ping, for­seti Kína. AFP

„Tolla­hækk­un Banda­ríkj­anna gegn Kína brýt­ur al­var­lega gegn lög­mæt­um rétt­ind­um og hags­mun­um Kína. Aðgerðir stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um skaða al­var­lega marg­hliða viðskipta­kerfi sem bygg­ir á regl­um,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni en toll­ar sem Trump setti á 60 ríki tóku gildi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert