Miðlað með málma í mögnuðu myndskeiði

00:00
00:00

Á tím­um þar sem reikni­rit fram­kvæma sjálf­virk viðskipti á ógn­ar­hraða um all­an heim er not­ast við held­ur hefðbundn­ari aðferð á miðlaragólfi málm­kaup­manna í Lund­ún­um.

Þeim fer fækk­andi miðlur­un­um, sem hrópa pant­an­ir á einu af allra síðustu opnu viðskiptagólf­um í Evr­ópu.

Af rauðum leður­klædd­um bekkj­um, ofan í gryfju sem kall­ast „Hring­ur­inn“, mynda kaup­menn­irn­ir, á fimm mín­út­um, heims­markaðsverð á kop­ar, nikk­el, áli og fleiri málm­um.

Málm­kaup­höll Lund­úna (London Metal Exchange) er næst­um 150 ára göm­ul.

Gi­les Plumb gam­al­reynd­ur miðlari seg­ir í sam­tali við AFP um merki­lega hefð að ræða sem verði ekki ei­líf, nú­tíma­legri aðferðir séu notaðar í bland í dag og að þær muni taka yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert