Á tímum þar sem reiknirit framkvæma sjálfvirk viðskipti á ógnarhraða um allan heim er notast við heldur hefðbundnari aðferð á miðlaragólfi málmkaupmanna í Lundúnum.
Þeim fer fækkandi miðlurunum, sem hrópa pantanir á einu af allra síðustu opnu viðskiptagólfum í Evrópu.
Af rauðum leðurklæddum bekkjum, ofan í gryfju sem kallast „Hringurinn“, mynda kaupmennirnir, á fimm mínútum, heimsmarkaðsverð á kopar, nikkel, áli og fleiri málmum.
Málmkauphöll Lundúna (London Metal Exchange) er næstum 150 ára gömul.
Giles Plumb gamalreyndur miðlari segir í samtali við AFP um merkilega hefð að ræða sem verði ekki eilíf, nútímalegri aðferðir séu notaðar í bland í dag og að þær muni taka yfir.