Ofurtollar Trumps tóku gildi í nótt

Fólk gengur fram hjá rafrænni töflu sem sýnir meðaltal Nikkei-hlutabréfa …
Fólk gengur fram hjá rafrænni töflu sem sýnir meðaltal Nikkei-hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó. AFP

Inn­flutn­ing­stoll­ar á vör­ur frá 60 ríkj­um sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti kynnti í byrj­un þessa mánaðar tóku gildi í nótt.

Inn­flutt­ar kín­versk­ar vör­ur til Banda­ríkj­anna sæta nú 104 pró­senta toll­um en í refsiskyni fyr­ir­skipaði Trump hækk­un toll­ana eft­ir að Kín­verj­ar ákváðu að koma á aukatoll­um á banda­rísk­ar vör­ur.

Meðal fleiri tolla sem tóku gildi í nótt er 20 pró­senta toll­ur á vör­ur frá Evr­ópu­sam­band­inu og 26 pró­sent á vör­ur frá Indlandi.

Hluta­bréfa­markaðir í Asíu hafa brugðist illa við en eft­ir að þeir náðu að rétta aðeins úr kútn­um í gær hafa hluta­bréf fallið í verði og til að mynda lækkaði Nikk­ei 225-vísi­tal­an um 3,9 pró­sent við opn­un markaða í morg­un og hluta­bréf í Taív­an lækkuðu um 5,8 pró­sent eft­ir að of­ur­toll­ar Trumps tóku gildi.

Þá greindu seðlabank­ar í Indlandi og Nýja-Sjálandi um lækk­un vaxta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert