Innflutningstollar á vörur frá 60 ríkjum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í byrjun þessa mánaðar tóku gildi í nótt.
Innfluttar kínverskar vörur til Bandaríkjanna sæta nú 104 prósenta tollum en í refsiskyni fyrirskipaði Trump hækkun tollana eftir að Kínverjar ákváðu að koma á aukatollum á bandarískar vörur.
Meðal fleiri tolla sem tóku gildi í nótt er 20 prósenta tollur á vörur frá Evrópusambandinu og 26 prósent á vörur frá Indlandi.
Hlutabréfamarkaðir í Asíu hafa brugðist illa við en eftir að þeir náðu að rétta aðeins úr kútnum í gær hafa hlutabréf fallið í verði og til að mynda lækkaði Nikkei 225-vísitalan um 3,9 prósent við opnun markaða í morgun og hlutabréf í Taívan lækkuðu um 5,8 prósent eftir að ofurtollar Trumps tóku gildi.
Þá greindu seðlabankar í Indlandi og Nýja-Sjálandi um lækkun vaxta.