Þráir að sonur hennar snúi aftur

Ísraelskir hermenn í hernaðaraðgerðum í Nablus á Vesturbakkanum.
Ísraelskir hermenn í hernaðaraðgerðum í Nablus á Vesturbakkanum. AFP

Móðir ísra­elsks her­manns sem haldið er í gísl­ingu á Gasa þráir að son­ur henn­ar snúi aft­ur, af ótta við að sí­end­ur­tekn­ar sprengju­árás­ir Ísra­ela á landsvæðið setji lífi hans í enn meiri hættu.

„Börn­in okk­ar eru í hættu,“ seg­ir Herut Ni­mrodi í sam­tali við AFP-frétta­veit­una en son­ur henn­ar, Tam­ir, var aðeins 18 ára þegar hann var flutt­ur til Gasa 7. októ­ber 2023.

„Við vit­um ekki mikið, en eitt sem er víst er að hernaðarþrýst­ing­ur á Gasa stofn­ar gísl­un­um í hættu,“ seg­ir hún.

58 gísl­ar enn í haldi á Gasa

Af 251 gísl­um sem hand­tekn­ir voru í árás Ham­as á Ísra­el þann 7. októ­ber 2023 eru 58 enn í haldi á Gasa, þar af 34 sem Ísra­els­her seg­ir að séu látn­ir.

Vopna­hlé sem stóð frá 19. janú­ar til 17. mars leiddi til þess að 33 ísra­elsk­ir gísl­ar voru send­ir til baka, þar af átta í lík­kist­um, í skipt­um fyr­ir um 1.800 palestínska ​​fanga sem voru í haldi Ísra­ela.

En 18. mars, eft­ir margra vikna ósætti við Ham­as um næstu skref í vopna­hlé­inu, hófu Ísra­el­ar aft­ur um­fangs­mikl­ar hernaðaraðgerðir á Gasa-svæðinu, sem hóf­ust með mikl­um sprengju­árás­um.

Tal­inn vera á lífi

Tam­ir, sem er tví­tug­ur að aldri, var tek­inn í gísl­ingu þann 7. októ­ber 2023 ásamt tveim­ur öðrum her­mönn­um sem voru drepn­ir tveim­ur mánuðum síðar á Gasa. Talið er að Tam­ir sé einn af 24 gísl­un­um sem talið er að séu á lífi.

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benja­mín Net­anja­hú, og rík­is­stjórn hans halda því fram að auk­inn hernaðarþrýst­ing­ur sé eina leiðin til að þvinga Ham­as til að af­henda gísl­ana, dauða eða lif­andi.

„Í eitt og hálft ár hef­ur það ekki virkað. Það sem hef­ur virkað eru samn­ingaviðræður og þrýst­ing­ur frá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta,“ seg­ir Ni­mrodi og sak­ar stjórn­völd í Ísra­el um að for­gangsraða ekki end­ur­komu gísl­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert