Um 100 látnir eftir að þak hrundi á skemmtistað

Björgunaraðilar að störfum.
Björgunaraðilar að störfum. AFP

Tala lát­inna eft­ir að þak hrundi á næt­ur­klúbbi í Santo Dom­ingo, höfuðborg Dóm­in­íska lýðveld­is­ins, í gær­morg­un er kom­in í um 100.

Tug­ir björg­un­ar­manna halda áfram leit að fólki í rúst­un­um en von­ir um að finna fleiri á lífi fara dvín­andi.

Hinn vin­sæli söngv­ari, Rubby Perez, sem hélt tón­leika á staðnum er meðal þeirra sem lést þegar þakið hrundi og þá eru tveir fræg­ir hafna­bolta­menn meðal þeirra sem lét­ust,  Octa­vio Dotel og Tony Blanco.

Fjöl­miðlar greina frá því að á bil­inu 500 til 1.000 manns hafi verið á næt­ur­klúbbn­um þegar þakið hrundi og voru tug­ir manna flutt­ir með sjúkra­bíl­um á sjúkra­hús.

Þak næturklúbbsins hrundi í gærmorgun.
Þak næt­ur­klúbbs­ins hrundi í gær­morg­un. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka