Tala látinna eftir að þak hrundi á næturklúbbi í Santo Domingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins, í gærmorgun er komin í um 100.
Tugir björgunarmanna halda áfram leit að fólki í rústunum en vonir um að finna fleiri á lífi fara dvínandi.
Hinn vinsæli söngvari, Rubby Perez, sem hélt tónleika á staðnum er meðal þeirra sem lést þegar þakið hrundi og þá eru tveir frægir hafnaboltamenn meðal þeirra sem létust, Octavio Dotel og Tony Blanco.
Fjölmiðlar greina frá því að á bilinu 500 til 1.000 manns hafi verið á næturklúbbnum þegar þakið hrundi og voru tugir manna fluttir með sjúkrabílum á sjúkrahús.