107 námsmenn látnir lausir

Um er að ræða mestu óeirðir sem hafa átt sér …
Um er að ræða mestu óeirðir sem hafa átt sér stað í Tyrklandi í fjölda ára. AFP/Angelos TZORTZINIS

Tyrk­nesk­ir dóm­stól­ar fyr­ir­skipuðu í dag að 107 náms­menn, sem hand­tekn­ir voru í mót­mæl­um í lok mars vegna hand­töku Ekrem Imamog­ul, borg­ar­stjóra Ist­an­búl, skyldu látn­ir laus­ir.

Tæp­lega 2.000 manns, þar af um 300 náms­menn, hafa verið hand­tekn­ir í verstu óeirðum sem hafa orðið í Tyrklandi í mörg ár, vegna hand­töku borg­ar­stjór­ans þann 19. mars síðastliðinn.

Imamog­ul var hand­tek­inn vegna rann­sókn­ar á spill­ingu og mögu­legra tengsla hans við hryðju­verka­sam­tök, en hann hef­ur verið tal­inn sá leiðtogi Re­públi­kana­flokks­ins CHP sem, gæti sigrað nú­ver­andi for­seta Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­dog­an, í kom­andi for­seta­kosn­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert