184 látnir og leit að eftirlifendum hætt

Kona heldur á mynd af týndum ættingja á Jet Set-næturklúbbnum …
Kona heldur á mynd af týndum ættingja á Jet Set-næturklúbbnum eftir að þak hans hrundi. AFP

Nú er ljóst að 184 manns lét­ust þegar þak hrundi á skemmti­stað í Santo Dom­ingo, höfuðborg Dóm­in­íska lýðveld­is­ins, á þriðju­dag­inn.

Leit að eft­ir­lif­end­um í rúst­un­um var hætt í gær­kvöld en nú snú­ast aðgerðir um að leita að lík­ams­leif­um þeirra sem lét­ust og von­ir um að finna fleiri á lífi eru ekki raun­hæf­ar að mati yf­ir­valda.

Um 300 björg­un­ar­sveit­ar­menn ásamt leit­ar­hund­um og slökkviliðsmönn­um hafa síðustu daga unnið hörðum hönd­um við björg­un­ar­starf en talið er að á bil­inu 500 til 1.000 manns hafi verið á skemmti­staðnum þegar þakið hrundi. Fjöl­marg­ir særðust og voru flutt­ir á nær­liggj­andi sjúkra­hús.

Eig­end­ur Jet Set-næt­ur­klúbbs­ins segj­ast vinna með yf­ir­völd­um við að rann­saka hvað olli því að þakið hrundi.

Tala látinna er komin í 184.
Tala lát­inna er kom­in í 184. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert