Afkomendur íslenskra háhyrninga fastir

Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 4. október 1977. Myndin er …
Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 4. október 1977. Myndin er tekin um borð í vél Flugleiða á Keflavíkurflugvelli þar sem verið var að flytja tvo háhyrninga til Hollands. Annað dýrið átti að vera til sýnis í sædýrasafni í Hollandi en hitt átti að senda síðar til San Diego í Kaliforníu. Ljósmynd/Heimir Stígsson

Tveir ís­lensk­ir há­hyrn­ing­ar, Wikie og Keijo, auk tólf höfr­unga eru fast­ir í sæ­dýrag­arði í frönsku borg­inni Anti­bes. Búið er að loka sæ­dýrag­arðinum og til stóð að flytja hval­ina til Teneri­fe, í dýrag­arðinn Loro Parque, en spænsk stjórn­völd hafa hafnað beiðni um inn­flutn­ing dýr­anna.

Wikie er 23 ára gam­alt kven­dýr og hef­ur allt sitt líf verið í sæ­dýrag­arðinum í Anti­bes. For­eldr­ar henn­ar, Sharka­ne og Kim II, voru bæði veidd sem kálf­ar við Íslands­strend­ur á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Keijo er 11 ára karldýr, móðir hans er Wikie. 

Sæ­dýrag­arður­inn Mar­in­e­land park í Anti­bes hef­ur verið starf­rækt­ur í yfir 50 ár en lokaði fyrr á þessu ári, meðal ann­ars vegna minni aðsókn­ar en einnig vegna þess að ný dýra­vernd­un­ar­lög hafa verið samþykkt í Frakklandi. 

Hvalirnir komu í heiminn í haldi, en þeir eru afkomendur …
Hval­irn­ir komu í heim­inn í haldi, en þeir eru af­kom­end­ur hvala sem veidd­ir voru við Íslands­strend­ur á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. AFP/​Val­ery Hache

Telja laug­arn­ar of litl­ar

Lög­in munu taka gildi í des­em­ber á næsta ári og þá verða sýn­ing­ar með há­hyrn­ing­um, höfr­ung­um og fleiri dýr­um ólög­leg­ar. Sæ­dýrag­arður­inn hef­ur að und­an­förnu leitað að nýju heim­ili fyr­ir dýr­in. 

Tveir spænsk­ir garðar komu til greina að mati eig­enda Mar­in­e­land, áður­nefnd­ur garður á Teneri­fe og svo ann­ar í Madríd. Spænsk stjórn­völd telja hins veg­ar laug­ar í báðum görðum vera bæði of grunn­ar og litl­ar fyr­ir dýr­in. 

Þannig hef­ur fyr­ir­hugaður flutn­ing­ur Wikie og Keijo verið stöðvaður. 

Stjórn­end­ur Mar­in­e­land vilja finna nýtt heim­ili fyr­ir hval­ina þar sem garður­inn er lokaður og samn­ing­ur við þjálf­ara dýr­anna renn­ur út um miðjan apríl. Þá þyrfti að ráðast í fram­kvæmd­ir á laug­un­um sem dýr­in eru í til að geta haldið þeim þar. 

Frönsk stjórn­völd hafa gefið stjórn­end­um sæ­dýrag­arðsins þau svör að dýr­in verði að vera áfram í Mar­in­e­land þar til önn­ur lausn finnst. 

Ein af allra síðustu háhyrningasýningunum í Marineland, 2. janúar á …
Ein af allra síðustu há­hyrn­inga­sýn­ing­un­um í Mar­in­e­land, 2. janú­ar á þessu ári. AFP/​Migu­el Med­ina

Tug­ir há­hyrn­inga seld­ir frá Íslandi

Nokkr­ir tug­ir há­hyrn­inga voru veidd­ir við strend­ur Íslands á átt­unda og ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Þeir voru seld­ir til dýrag­arða víðs veg­ar um heim, meðal ann­ars til Banda­ríkj­anna, Hol­lands, Jap­an og Frakk­lands. Sæ­dýra­safnið í Hafnar­f­irði var milliliður við kaup­end­ur.

Þá voru dýr­in veidd ung, þegar þau voru aðeins nokk­urra ára göm­ul.

Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 27. október 1977. Hér sést …
Þessi mynd birt­ist í Morg­un­blaðinu 27. októ­ber 1977. Hér sést Jón Gunn­ars­son, for­stöðumaður Sæ­dýra­safns­ins, hlúa að há­hyrn­ingi sem hífður var upp úr búri í Grinda­vík. Há­hyrn­ing­ur­inn, sem og þrír aðrir, voru flutt­ir til Hol­lands þenn­an dag. Ljós­mynd/​Guðfinn­ur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert