ESB frestar aðgerðum gegn Bandaríkjunum

Ef samningaviðræður skila ekki árangri, munu mótvægisaðgerðir taka gildi.
Ef samningaviðræður skila ekki árangri, munu mótvægisaðgerðir taka gildi. Samsett mynd

Ursula von der Leyen, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, hef­ur til­kynnt að fyrstu fyr­ir­hugðum mót­vægisaðgerðum vegna tolla Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta verði frestað um 90 daga.

Ákvörðunin er kynnt eft­ir að Trump gaf út að 90 daga hlé yrði gert á nýj­um toll­um á inn­flutt­ar vör­ur til Banda­ríkj­anna, sem tóku gildi í fyrrinótt, og að tíu pró­senta grunn­lína yrði á toll­um á tíma­bil­inu. 

Sagði Trump að yfir 75 lönd hefðu beðið um samn­ingaviðræður við Banda­rík­in um toll­ana og því hefði hann ákveðið að gera hlé í bili.

Svöruðu toll­un­um

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) til­kynnti í gær um mót­vægisaðgerðirn­ar sem eiga fyrst og fremst að gilda þar sem re­públi­kan­ar eru í meiri­hluta og leggj­ast m.a. á soja­baun­ir, ávexti, hnet­ur, mótor­hjól og snyrti­vör­ur. 

Eru aðgerðirn­ar svar ESB við toll­um Banda­ríkj­anna á stál og ál sem lagðir voru á í síðasta mánuði, en til stóð að byrja að inn­heimta þá þann 15. apríl.

Taka gildi ef viðræður skila ekki ár­angri

Trump til­kynnti und­ir lok síðasta mánaðar 25 pró­senta toll á evr­ópska bíla, en í síðustu viku kynnti hann svo 20 pró­senta toll á all­an inn­flutt­an varn­ing frá ríkj­um ESB.

Ekki hafði enn verið brugðist við þeim toll­um af hálfu ESB, en talsmaður ESB hafði áður sagt að frek­ari aðgerðir yrðu mögu­lega kynnt­ar í næstu viku.

Þær aðgerðir munu vænt­an­lega einnig bíða um sinn, en Von der Layen sagði í dag að ef samn­ingaviðræður við Banda­rík­in myndu ekki skila full­nægj­andi ár­angri, þá myndu mót­vægisaðgerðirn­ar taka gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert