Hlutabréf í Asíu hækka eftir tollafrestun Trumps

Hlutabréf í Asíu hafa hækkað í dag og til að …
Hlutabréf í Asíu hafa hækkað í dag og til að mynda hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um 9,1 prósent í morgun. AFP

Hluta­bréf á mörkuðum í Asíu hafa hækkað í dag eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í gær um 90 daga hlé á toll­um á öll lönd nema Kína.

Eft­ir mikl­ar lækk­an­ir síðustu daga í kjöl­far ákvörðunar Trumps um tolla­hækk­an­ir hafa markaðir í Asíu brugðist vel við frest­un Trumps á of­ur­toll­un­um.

Jap­anska Nikk­ei-vísi­tal­an hækkaði um 9,1 pró­sent, í Taív­an fóru hluta­bréf­in upp um 9,3 pró­sent, fjög­urra pró­sent hækk­un varð í Hong Kong og í Suður-Kór­eu og Singa­púr hækkuðu hluta­bréf­in um tæp 5 pró­sent.

Þá urðu sögu­leg­ar hækk­an­ir á hluta­bréfa­markaði vest­an­hafs eft­ir að Trump til­kynnti um tolla­hlé gagn­vart þeim ríkj­um sem sýnt hafa Banda­ríkja­mönn­um samn­ings­vilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert