Sagði Meta hafa unnið með kínverska kommúnistaflokknum

00:00
00:00

Meta vann náið með kín­verska komm­ún­ista­flokkn­um við að byggja og þróa sér­hönnuð rit­skoðun­ar­tól sem þögguðu niður í gagn­rýn­end­um flokks­ins.

Þetta sagði Sarah Wynn-Williams, fyrr­ver­andi starfsmaður Face­book, sem sendi frá sér bók í mars um tíma sinn hjá banda­ríska tækn­iris­an­um Meta. Bar hún vitni fyr­ir þing­nefnd í gær á Capitol Hill í Washingt­on.

Hægt er að horfa á mynd­skeið frá AFP í spil­ar­an­um að ofan þar sem Winn-Williams er fyr­ir þing­nefnd­inni.

Face­book eyddi reikn­ingi and­ófs­manns og laug að þing­inu

Meðal þess sem kom fram í máli Winn-Williams er að Face­book hafi eytt reikn­ingi and­ófs­manns sem var í komm­ún­ista­flokkn­um, Kín­verja sem bú­sett­ur er í Banda­ríkj­un­um. Þá hafi for­svars­menn sam­fé­lags­miðlaris­ans logið að þing­inu þegar það óskaði upp­lýs­inga um at­vikið.

„Þannig komst fyr­ir­tækið í mjúk­inn hjá Pek­ing og gat byggt upp 18 millj­arða doll­ara starf­semi í land­inu,“ sagði hún. Hún sagði einnig að Mark Zucker­berg, for­stjóri Meta, væri per­sónu­lega viðriðinn upp­bygg­ing­una í Kína.

Winn-Williams sagði Meta jafn­an tala um að ekki megi gera neitt sem geti látið Kína vinna. Ekki þegar kem­ur að gervi­greind eða öðrum tækni­fram­förum.

„Á sama tíma er það fyr­ir­tæki sem hef­ur hjálpað Kína mest í að ná for­skoti þegar kem­ur að tækni­leg­um fram­förum, Meta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert