200 hundar tóku þátt í þrautabraut

00:00
00:00

Um 200 hund­ar og eig­end­ur þeirra tóku þátt í þrauta­braut­inni Paw Power Chal­lenge í Dubai í vik­unni.

Viðburður­inn hef­ur verið gríðarlega vin­sæll meðal hunda­eig­enda á svæðinu. Þrauta­braut­in er 2,5 kíló­metr­ar og sam­ein­ar lík­ams­rækt, skemmt­un og ein­stakt sam­band milli hunda og eig­enda þeirra.

„Það er aug­ljós­lega mjög mik­il­vægt að halda sér heil­brigðum en við verðum líka að passa að dýr­in okk­ar hald­ist heil­brigð, við vilj­um lifa löngu lífi sam­an,“ sagði hunda­eig­and­inn A.J. Amera og bætti við að keppn­in hafi verið full­kom­in afþrey­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert