Um 200 hundar og eigendur þeirra tóku þátt í þrautabrautinni Paw Power Challenge í Dubai í vikunni.
Viðburðurinn hefur verið gríðarlega vinsæll meðal hundaeigenda á svæðinu. Þrautabrautin er 2,5 kílómetrar og sameinar líkamsrækt, skemmtun og einstakt samband milli hunda og eigenda þeirra.
„Það er augljóslega mjög mikilvægt að halda sér heilbrigðum en við verðum líka að passa að dýrin okkar haldist heilbrigð, við viljum lifa löngu lífi saman,“ sagði hundaeigandinn A.J. Amera og bætti við að keppnin hafi verið fullkomin afþreying.