Fyrrverandi rússneskur borgarstjóri fangelsaður í Bretlandi

Dimitrí Ovsiannikov var dæmdur í fjörutíu mánaða fangelsi. Hér er …
Dimitrí Ovsiannikov var dæmdur í fjörutíu mánaða fangelsi. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni. AFP

Dimitrí Ovsi­anni­kov, fyrr­um borg­ar­stjóri í borg­inni Sevastopol, var dæmd­ur í rúm­lega þriggja ára fang­elsi í Bretlandi fyrr í dag vegna brota á þeim viðskiptaþving­un­um sem hann er und­ir vegna stríðsins í Úkraínu.

Ovsi­anni­kov var borg­ar­stjóri í Sevastopol á ár­un­um 2017-2019. Sev­asta­pol er stærsta borg­in á Krímskaga. Krímskagi hef­ur verið á valdi Rússa síðan árið 2014 eft­ir inn­rás þeirra á Krímskaga.

Fyrst­ur til þess að hljóta dóm

Ovsi­anni­kov er sá fyrsti sem hlýt­ur dóm fyr­ir að brjóta gegn þeim viðskiptaþving­un­um sem Bret­ar settu á Rúss­land árið 2019. Hann hlaut fjöru­tíu mánaða fang­els­is­dóm en um helm­ing­ur hans er skil­orðsbund­inn.

Brot­in sem Ovsi­anni­kov framdi fólust í því að stofna banka­reikn­ing í Bretlandi og fá þangað milli­færslu upp á átta­tíu þúsund pund frá eig­in­konu sinni. Bróðir hans milli­færði einnig inn á hann svo hann gæti fest kaup á bif­reið.

Bróðir hans var sak­felld­ur fyr­ir sinn þátt í mál­inu en eig­in­kona hans þurfti ekki að svara til saka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert