Greina frá því hverjir létust í þyrluslysinu

Rannsókn er hafin á slysinu.
Rannsókn er hafin á slysinu. AFP/Michael M. Santiago

Fram­kvæmda­stjóri hjá Siem­ens á Spáni og fjöl­skylda hans lét­ust í þyrlu­slys­inu sem varð í New York í gær.

Agust­in Escob­ar, kona hans og þrjú börn, voru um borð í þyrlunni, ásamt flug­manni og lét­ust þau öll. Fjög­ur voru úr­sk­urðuð lát­in á vett­vangi, en tvö á spít­ala skömmu eft­ir kom­una þangað.

Talsmaður Siem­ens hef­ur staðfest það við AFP-frétta­veit­una að Escob­ar og fjöl­skylda hans hafi lát­ist í slys­inu.

Þyrlu­spaðarn­ir splundruðust

Þyrl­an hrapaði í Hudson-ána en svo virðist sem þyrlu­spaðarn­ir hafi losnað frá þyrlunni. Sjón­ar­vott­ur sagði í sam­tali við AFP að spaðarn­ir hefðu splundr­ast í loft­inu. Í kjöl­farið hafi þyrl­an svo hrapað beint ofan í ána.

Veður­skil­yrði voru frek­ar slæm í New York í gær, það var þoka og tölu­verður vind­ur og hef­ur frétta­stöðin NBC4 greint frá því að þyrla fyr­ir­tæk­is­ins hafi ekki getað tekið á loft vegna veðurs.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur birt færslu á Truth Social þar sem hann seg­ir slysið „skelfi­legt “ og biður guð að blessa fjöl­skyldu og vini fórn­ar­lambanna.

Rann­sókn er haf­in á slys­inu, en þyrl­an var af gerðinni Bell 206.

AFP/​Michael M. Santiago
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert