Kína svarar: Hækka tolla enn meira

Xi Jinping, forseti Kína og Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Xi Jinping, forseti Kína og Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Kína hef­ur til­kynnt að ákveðið hafi verið að leggja 125% tolla á banda­rísk­ar vör­ur.

Ákvörðunin er svar við yf­ir­lýs­ingu Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, sem í fyrra­dag til­kynnti 90 daga hlé á toll­um en ákvað í gær að hækka tolla á Kína úr 125% upp í 145. 

Segja tolla Trumps brjóta gegn al­mennri skyn­semi 

Í yf­ir­lýs­ingu frá tolla­nefnd rík­is­ráðsins í Pek­ing seg­ir að tolla­hækk­un Banda­ríkj­anna brjóti al­var­lega gegn alþjóðleg­um viðskipta­regl­um, grund­vall­ar­lög­mál­um hag­fræðinn­ar og al­mennri skyn­semi.

Fjár­málaráðuneyti Kína hef­ur birt yf­ir­lýs­ing­una og seg­ir þar að toll­arn­ir muni taka gildi á morg­un.

AFP-frétta­veit­an grein­ir frá því að Kína hygg­ist leggja fram kæru til Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) vegna tolla­hækk­ana Trumps.

Auk þess kem­ur fram að Kína muni hunsa frek­ari tolla­hækk­an­ir af hálfu Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka