Létu höggin dynja á Teslu með kylfum og sleggjum

00:00
00:00

Mót­mæl­end­ur í London létu högg­in dynja á Teslu-bif­reið með sleggj­um og kylf­um í mót­mæla­gjörn­ingi gegn Elon Musk í dag.

Mynd­skeið frá gjörn­ingn­um er að finna í spil­ar­an­um að ofan ásamt viðtöl­um við aðstand­end­ur viðburðar­ins.

Tesl­an átti raun­ar að fara í brota­járn en var gef­in viðburðinum, sem skipu­lagður var af breska þrýsti­hópn­um All­ir hata Elon.

Gjörn­ing­ur­inn gekk út á að eyðileggja eitt­hvað sem auðkýf­ingn­um Musk er kært og í leiðinni að skapa lista­verk úr sund­ur­bar­inni Tesl­unni sem selja á til að afla fjár fyr­ir mat­ar­banka í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka