Mótmælendur í London létu höggin dynja á Teslu-bifreið með sleggjum og kylfum í mótmælagjörningi gegn Elon Musk í dag.
Myndskeið frá gjörningnum er að finna í spilaranum að ofan ásamt viðtölum við aðstandendur viðburðarins.
Teslan átti raunar að fara í brotajárn en var gefin viðburðinum, sem skipulagður var af breska þrýstihópnum Allir hata Elon.
Gjörningurinn gekk út á að eyðileggja eitthvað sem auðkýfingnum Musk er kært og í leiðinni að skapa listaverk úr sundurbarinni Teslunni sem selja á til að afla fjár fyrir matarbanka í Bretlandi.