Verð á gulli hefur aldrei verið hærra þar sem fjárfestar flykkjast í öruggt skjól þar sem áhyggjur af viðskiptastríði á milli Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi.
Hlutabréf í Asíu lækkuðu við opnum markaða í dag og til að mynda féll Nikkei-vísitalan í Japan um meira en fjögur prósent.
Bandarísk hlutabréf lækkuðu í verði í gær og þurrkuðu út hluta af sögulegri hækkun sem varð í fyrradag. Dow Jones lækkaði um 2,5 prósent og Nasdaq um 4,3 prósent.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrradag 90 daga hlé á tollum en ákvað í gær að hækka tolla á Kína úr 125 prósent upp í 145. Þrátt fyrir þetta segist Trump vonast til þess að ná samkomulagi við stjórnvöld í Kína.
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, hefur tilkynnt að fyrstu fyrirhugðum mótvægisaðgerðum vegna tolla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta verði frestað um 90 daga.
Trump segist vilja endurskipuleggja efnahag heimsins með því að neyða framleiðendur til að hafa aðsetur í Bandaríkjunum og fyrir lönd að draga úr hindrunum fyrir bandarískar vörur. Hann varaði sömuleiðis við því að tollarnir gætu komið aftur eftir 90 daga.