Verð á gulli aldrei verið hærra

Verð á gulli hefur aldrei verið hærra.
Verð á gulli hefur aldrei verið hærra. AFP

Verð á gulli hef­ur aldrei verið hærra þar sem fjár­fest­ar flykkj­ast í ör­uggt skjól þar sem áhyggj­ur af viðskipta­stríði á milli Banda­ríkj­anna og Kína fer vax­andi.

Hluta­bréf í Asíu lækkuðu við opn­um markaða í dag og til að mynda féll Nikk­ei-vísi­tal­an í Jap­an um meira en fjög­ur pró­sent.

Banda­rísk hluta­bréf lækkuðu í verði í gær og þurrkuðu út hluta af sögu­legri hækk­un sem varð í fyrra­dag. Dow Jo­nes lækkaði um 2,5 pró­sent og Nas­daq um 4,3 pró­sent.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í fyrra­dag 90 daga hlé á toll­um en ákvað í gær að hækka tolla á Kína úr 125 pró­sent upp í 145. Þrátt fyr­ir þetta seg­ist Trump von­ast til þess að ná sam­komu­lagi við stjórn­völd í Kína.

Ursula von der Leyen, fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, hef­ur til­kynnt að fyrstu fyr­ir­hugðum mót­vægisaðgerðum vegna tolla Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta verði frestað um 90 daga.

Trump seg­ist vilja end­ur­skipu­leggja efna­hag heims­ins með því að neyða fram­leiðend­ur til að hafa aðset­ur í Banda­ríkj­un­um og fyr­ir lönd að draga úr hindr­un­um fyr­ir banda­rísk­ar vör­ur. Hann varaði sömu­leiðis við því að toll­arn­ir gætu komið aft­ur eft­ir 90 daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert