Yfirmaður Pituffik-herstöðvarinnar á Grænlandi rekinn

Susannah Meyers ræðir hér við J.D. Vance og eiginkonu hans, …
Susannah Meyers ræðir hér við J.D. Vance og eiginkonu hans, Ushu Vance, í Pituffik-herstöðinni á Grænlandi. AFP

Sus­annah Meyers, yf­ir­maður banda­rísku Pituffik-her­stöðvar­inn­ar á Græn­landi, hef­ur verið rek­in úr starfi.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu banda­ríska hers­ins en þar seg­ir meðal ann­ars að ástæðan fyr­ir brottrekstr­in­um sé skort­ur á getu henn­ar til að stjórna her­stöðinni.

„Það er ætl­ast til að her­for­ingj­ar fylgi ströngustu hegðun­ar­stöðlum, sér­stak­lega þegar kem­ur að því að vera hlut­laus­ir í skyldu­störf­um sín­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, heim­sótti Pituffik-her­stöðina í síðasta mánuði þar sem hann notaði tæki­færið og sakaði Dani um að hafa van­rækt skyld­ur sín­ar í að vernda Græn­land.

Trump hef­ur haldið því fram að Banda­rík­in þurfi yf­ir­ráð yfir Græn­landi vegna þjóðarör­ygg­is og alþjóðlegs ör­ygg­is og hef­ur neitað að úti­loka beit­ingu valds til að tryggja það.

Meyers, sem hef­ur gegnt stöðu yf­ir­manns her­stöðvar­inn­ar frá því í júlí í fyrra, gagn­rýndi op­in­ber­lega stefnu Trumps í þess­um mál­um og heim­sókn J.D. Vance til Græn­lands í tölvu­pósti.

Á vefsíðunni Military.com er greint frá því að Meyers hafi sent tölvu­póst til allra starfs­manna her­stöðvar­inn­ar í lok síðasta mánaðar þar sem hún hvatti til sam­heldni meðal þeirra eft­ir heim­sókn vara­for­set­ans til Græn­lands.

Í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X seg­ir Sean Per­nell, talsmaður varn­ar­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna, að all­ar til­raun­ir til að grafa und­an stefnu Trumps séu ekki liðnar.

Meyers hef­ur nú verið lát­in taka poka sinn og tek­ur Shawn Lee of­ursti við starfi henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert