Bandarískir tollar valdi fátækum þjóðum alvarlegum skaða

Wang Wentao, viðskiptaráðherra Kína.
Wang Wentao, viðskiptaráðherra Kína. AFP

Wang Wentao, viðskiptaráðherra Kína, sagði við yf­ir­mann Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar að þeir toll­ar sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafi komið á muni valda al­var­leg­um skaða hjá fá­tæk­um þjóðum.

Tolla­stríð á milli Kína og Banda­ríkj­anna hef­ur vakið ótta við harðandi viðskipta­stríð milli tveggja stærstu hag­kerfa heims­ins sem hef­ur valdið mikl­um usla á mörkuðum út um all­an heim. Kín­verj­ar til­kynntu í gær um að ákveðið hafi verið að leggja 125% tolla á banda­rísk­ar vör­ur og var það svar við ákvörðun Trumps um að hækka tolla á Kína úr 125% í 145%.

Hag­fræðing­ar vara við því að trufl­un á viðskipt­um milli samþættra hag­kerfa Banda­ríkj­anna og Kína muni hækka verð til neyt­enda og gæti valdið sam­drætti á heimsvísu.

„Þess­ir „gagn­kvæmu toll­ar“ Banda­ríkj­anna munu valda þró­un­ar­lönd­un­um al­var­leg­um skaða, sér­stak­lega minnst þróuðu lönd­un­um, og gætu jafn­vel komið af stað mannúðar­kreppu,“ sagði Wetao við Ngozi Okonjo-Iweala, yf­ir­mann Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar.

Sala á kín­versk­um vör­um til Banda­ríkj­anna á síðasta ári nam alls meira en 500 millj­örðum doll­ara - 16,4 pró­sent af út­flutn­ingi lands­ins, sam­kvæmt tollupp­lýs­ing­um stjórn­valda í Kína. Trump seg­ist enn vera bjart­sýnn á að ná samn­ing­um við stjórn­völd í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert