Wang Wentao, viðskiptaráðherra Kína, sagði við yfirmann Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að þeir tollar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi komið á muni valda alvarlegum skaða hjá fátækum þjóðum.
Tollastríð á milli Kína og Bandaríkjanna hefur vakið ótta við harðandi viðskiptastríð milli tveggja stærstu hagkerfa heimsins sem hefur valdið miklum usla á mörkuðum út um allan heim. Kínverjar tilkynntu í gær um að ákveðið hafi verið að leggja 125% tolla á bandarískar vörur og var það svar við ákvörðun Trumps um að hækka tolla á Kína úr 125% í 145%.
Hagfræðingar vara við því að truflun á viðskiptum milli samþættra hagkerfa Bandaríkjanna og Kína muni hækka verð til neytenda og gæti valdið samdrætti á heimsvísu.
„Þessir „gagnkvæmu tollar“ Bandaríkjanna munu valda þróunarlöndunum alvarlegum skaða, sérstaklega minnst þróuðu löndunum, og gætu jafnvel komið af stað mannúðarkreppu,“ sagði Wetao við Ngozi Okonjo-Iweala, yfirmann Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Sala á kínverskum vörum til Bandaríkjanna á síðasta ári nam alls meira en 500 milljörðum dollara - 16,4 prósent af útflutningi landsins, samkvæmt tollupplýsingum stjórnvalda í Kína. Trump segist enn vera bjartsýnn á að ná samningum við stjórnvöld í Kína.