Birtu myndskeið af gísl gagnrýna Netanjahú

Edan Alexander, gísl í haldi Hamas-samtakanna.
Edan Alexander, gísl í haldi Hamas-samtakanna. AFP

Ham­as-sam­tök­in hafa birt mynd­band sem sýn­ir ísra­elsk-banda­rísk­an gísl á lífi, þar sem hann gagn­rýn­ir Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og ísra­elsku rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hafa ekki tryggt lausn hans..

Búið er að auðkenna mann­inn sem Edan Al­ex­and­er. Hann var hermaður í sér­sveit fót­gönguliða á landa­mær­um Gasa þegar hon­um var rænt af Ham­as er sam­tök­in gerðu árás á Ísra­el þann 7. októ­ber 2023.

Varð 21 árs í haldi Ham­as

Ekki er vitað ná­kvæm­lega hvenær þriggja mín­útna mynd­bandið er tekið upp, en það sýn­ir Al­ex­and­er sitj­andi í litlu, lokuðu rými.

Þar seg­ist hann vilja snúa aft­ur heim til að fagna páska­hátíð gyðinga, sem hófst í dag, en á hátíðinni er minnst frels­un­ar Ísra­els­manna úr þræl­dómi gyðinga.

Al­ex­and­er, sem varð 21 árs í haldi Ham­as, fædd­ist í Tel Aviv en ólst upp í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um. Hann sneri aft­ur til Ísra­els eft­ir fram­halds­skóla til að ganga í her­inn.

Í yf­ir­lýs­ingu frá fjöl­skyldu Al­ex­and­ers seg­ir að páska­hátíðin sé ekki hátíð frels­is á meðan Al­ex­and­er og aðrir gísl­ar eru í haldi Ham­as.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert