Hamas-samtökin hafa birt myndband sem sýnir ísraelsk-bandarískan gísl á lífi, þar sem hann gagnrýnir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og ísraelsku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki tryggt lausn hans..
Búið er að auðkenna manninn sem Edan Alexander. Hann var hermaður í sérsveit fótgönguliða á landamærum Gasa þegar honum var rænt af Hamas er samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október 2023.
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þriggja mínútna myndbandið er tekið upp, en það sýnir Alexander sitjandi í litlu, lokuðu rými.
Þar segist hann vilja snúa aftur heim til að fagna páskahátíð gyðinga, sem hófst í dag, en á hátíðinni er minnst frelsunar Ísraelsmanna úr þrældómi gyðinga.
Alexander, sem varð 21 árs í haldi Hamas, fæddist í Tel Aviv en ólst upp í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann sneri aftur til Ísraels eftir framhaldsskóla til að ganga í herinn.
Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Alexanders segir að páskahátíðin sé ekki hátíð frelsis á meðan Alexander og aðrir gíslar eru í haldi Hamas.