Grunaður um tilraun til morðs á móður sinni

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP/anders Wiklund

Lög­regl­an í Gauta­borg hand­tók karl­mann í morg­un en maður­inn hringdi í lög­regl­una og hélt því fram að hann hefði myrt móður sína.

Sænska rík­is­út­varpið, svt, grein­ir frá.

Þegar lög­regl­an kom í íbúð kon­unn­ar, sem er á fimm­tugs­aldri, var maður­inn með blóð á hönd­un­um og var móðir hans flutt á sjúkra­hús og var ástandi henn­ar lýst al­var­legt.

Maður­inn, sem er á þrítugs­aldri, var hand­tek­inn og er grunaður um til­raun til mann­dráps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert