Lögreglan í Gautaborg handtók karlmann í morgun en maðurinn hringdi í lögregluna og hélt því fram að hann hefði myrt móður sína.
Sænska ríkisútvarpið, svt, greinir frá.
Þegar lögreglan kom í íbúð konunnar, sem er á fimmtugsaldri, var maðurinn með blóð á höndunum og var móðir hans flutt á sjúkrahús og var ástandi hennar lýst alvarlegt.
Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var handtekinn og er grunaður um tilraun til manndráps.