Íbúum fyrirskipað að yfirgefa borg sína

Margir íbúar Rafah flúðu borgina og héldu til Khan Yunis …
Margir íbúar Rafah flúðu borgina og héldu til Khan Yunis er Ísrael hóf árásir á ný þann 18. mars. Núna hefur öllum íbúm Khan Yunis verið fyrirskipað að rýma borgina. AFP

Ísra­els­her hef­ur lagt und­ir sig svæði sem skil­ur að borg­irn­ar Rafah og Khan Yun­is á Gasa­svæðinu. Her­inn hyggst nú út­víkka og auka hernaðaraðgerðir sín­ar og hef­ur fyr­ir­skipað tugþúsund­um íbúa Khan Yun­is að yf­ir­gefa borg­ina.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Isra­el Katz, varn­ar­málaráðherra Ísra­els.

„Eina leiðin til að binda endi á stríðið“

„Nú er tím­inn til að rísa upp, fjar­lægja Ham­as og frelsa alla ísra­elsku gísl­ana,“ seg­ir Katz í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Þetta er eina leiðin til að binda enda á stríðið.“

Katz greindi einnig frá því að her­inn væri að taka yfir nokk­ur svæði í norður­hluta Gasa.

Yf­ir­lýs­ing hans kom á sama tíma og emb­ætt­ismaður Ham­as-sam­tak­anna sagði í sam­tali við AFP-frétta­veit­una að sam­tök­in ættu von á fram­förum í viðræðum um vopna­hlé.

Aðeins ör­fá­um klukku­stund­um síðar birtu Ham­as-sam­tök­in mynd­skeið sem sýn­ir Edan Al­ex­and­er, 21 árs gísl í haldi sam­tak­anna, þar sem hann er á lífi og gagn­rýn­ir Benja­mín Net­anja­hú og ísra­elsku rík­is­stjórn­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert