Páfagaukurinn öskraði „fuck you“

Páfagaukur. Mynd úr safni.
Páfagaukur. Mynd úr safni. Ljósmynd/Wikipedia

Slökkviliðsmenn í Gauta­borg í Svíþjóð voru kallaðir til vegna páfa­gauks sem sat fast­ur í tré í bæn­um Kortedala.

Þegar slökkviliðsmenn­irn­ir gerðu til­raun til að bjarga páfa­gaukn­um brást hann ókvæða við og öskraði á þá: „fuck you“.

Á end­an­um þurfti eig­andi páfa­gauks­ins að lokka hann niður með síga­rettupakka en fugl­inn hafði þá setið á grein­inni í um sex klukku­stund­ir.

„Þetta er í raun­inni eitt­hvað sem lífg­ar upp á hvers­dags­leik­ann,“ seg­ir Denny Mausch, slökkviliðsmaður, í viðtali við sænska blaðið GP, en slökkviliðsmenn­irn­ir voru í öðru er­indi í Kortedala þegar þeim var gert viðvart um páfa­gauk sem var í vand­ræðum. Þar sat hann fast­ur í háu tré og þorði ekki að hreyfa sig eða fljúga í burtu.

„Það er í raun­inni ekki hluti af verk­efni okk­ar að ná í dýr en ef við get­um hjálpað þá ger­um við það,“ seg­ir Mausch.

Hann seg­ir að páfa­gauk­ur­inn hafi vissu­lega verið orðljót­ur en heill­andi og mein­laus og greini­lega svo­lítið reiður út í eig­anda sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka