Sækir jarðneskar leifar spænsku fjölskyldunnar

Fjölskyldumeðlimur er kominn til New York-borgar í von um að …
Fjölskyldumeðlimur er kominn til New York-borgar í von um að fá að flytja ástvini sína heim. AFP/Eduardo Munoz Alvarez

Emb­ætt­is­menn vestra reyndu í dag að flýta fyr­ir því að jarðnesk­ar leif­ar fjöl­skyld­unn­ar spænsku, sem beið bana í vo­veif­legu þyrlu­slysi í New York í gær, fengju að fara til Spán­ar.

Fjöl­skyldumeðlim­ur er kom­inn til New York-borg­ar í von um að fá að flytja ást­vini sína heim.

Agustín Escob­ar og Mercé Campru­bí Montal voru ásamt börn­um sín­um þrem­ur í út­sýn­is­flugi yfir Man­hatt­an í til­efni af fer­tugsaf­mæli móður­inn­ar. Elsta barnið var aðeins 11 ára gam­alt.

Escob­ar var hátt­sett­ur stjórn­andi inn­an alþjóðlega stór­fyr­ir­tæk­is­ins Siem­ens og fyrr­um for­stjóri þess á Spáni. Montal var einnig þekkt nafn á Spáni, stjórn­andi hjá Siem­ens og hluti af þekktri fjöl­skyldu þar sem meðal ann­ars tveir meðlim­ir henn­ar hafa verið for­set­ar spænska íþrótt­ar­is­ans FC Barcelona.

Árekst­ur við flygildi eða vél­ar­bil­un

Kaf­ar­ar frá lög­reglu og slökkviliði unnu við að koma öll­um farþegum upp úr ánni en fjög­ur voru úr­sk­urðuð lát­in á vett­vangi. Tvö voru flutt á sjúkra­hús þar sem þau voru síðar úr­sk­urðuð lát­in.

Leitað var í ánni í dag af braki úr þyrlunni, meðal ann­ars þyrlu­spöðunum sem höfðu ekki enn komið í leit­irn­ar eft­ir að hafa losnað frá þyrlunni í loft­inu og steypst í ána.

Flug­stjórn­ar­klef­an­um var lift upp úr ánni með krana í nótt.

Steven Fu­lop, borg­ar­stjóri í New Jers­ey, lét hafa eft­ir sér að unnið væri með kenn­ing­ar á borð við árekst­ur þyrlunn­ar við dróna eða fugla eða vél­ar­bil­un.

Slysið varp­ar ljósi á flu­gör­yggi vestra en fleiri slys hafa orðið á til­tölu­lega skömm­um tíma. Skemmst er að minn­ast þess þegar 67 manns fór­ust þegar herþyrla og farþegaþota rák­ust sam­an í Washingt­on í janú­ar.

Um 30 þyrlu­slys hafa orðið í New York frá ár­inu 1980.

Frétta­veit­an On Demand News hef­ur tekið sam­an ít­ar­lega frétta­skýr­ingu á YouTu­be þar sem farið er yfir það mik­il­væg­asta í mál­inu og rætt við sjón­ar­votta. On Demand News er af­sprengi breska fjöl­miðlafyr­ir­tæk­is­ins ITN, In­depend­ent Televisi­on News.

Mynd­skeið On Demand News má sjá að ofan.

Kafarar lögreglu safna fljótandi braki á ánni Hudson í dag.
Kafar­ar lög­reglu safna fljót­andi braki á ánni Hudson í dag. AFP/​Edu­ar­do Munoz Al­varez
Götumynd Manhattan í fjarska er ferðamenn ferðast á Staten Island-ferjunni. …
Götu­mynd Man­hatt­an í fjarska er ferðamenn ferðast á Staten Is­land-ferj­unni. Öllum í New York er brugðið við at­b­urði gær­dags­ins. AFP/​Spencer Platt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka